Fyrirlestur, pastaveisla og bolaafhending vegna maraþons

Miðvikudaginn 16. ágúst á milli kl. 17:00 – 19:00 ætlar Ljósið að bjóða öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu í pastaveislu. Í leiðinni munum við afhenda fallega dry fit hlaupaboli merkta Ljósinu. Fjóla Dröfn, margreyndur maraþonhlaupari, sjúkraþjálfari Ljóssins og þjálfari skokkhópsins ætlar jafnframt að ausa úr viskubrunni sínum og koma með góð og hagnýt ráð fyrir hlaupara.

Þeir sem ætla að vera í klappliði Ljóssins eru að sjálfsögðu líka velkomnir í þessa upphitun og pastaveislu. Klapplið Ljóssins verður að venju staðsett fyrir neða JL húsið við Hringbraut.

Ljósið er staðsett við Langholtsveg 43, Reykjavík.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.