ellidavatn21.september – Elliðavatn

Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðinu við Elliðavatnsbæinn kl:13.00.

Keyrt er frá Suðurlandsvegi inn Heiðmerkurveg framhjá Rauðhólum og áfram inneftir, komið er að lítilli brú yfir Suðurá og fljótlega eftir það er afleggjari að Elliðavatnsbænum.

Við ætlum að njóta haustlitanna við Elliðavatn, margar skemmtilegar gönguleiðir eru meðfram vatninu, hækkun er engin.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.