Slökunarnámskeið með Lilju

lilja_jonasar.jpgKennsla í slökun miðvikudagana 30. mars og 6 apríl 2016
kl. 10:30 -12:00. – SKRÁNING Í SÍMA 5613770

Fyrri tími: Kennd verður róandi öndun og einföld slökunartækni

Síðari tími: Kennd verður sjónsköpun.

Í lok hvors tíma er hópslökun sem byggir á aðferðum dáleiðslu.

Markmiðið er að þátttakendur læri aðferðir (róandi öndun og slökun) til að hafa áhrif á líðan sína.

Um slökun

Slökun er árangursrík leið til láta sér líða betur.

Slökun má nota markvisst til að draga úr vanlíðan (t.d. kvíða) eða til að draga úr skynjun á óþægilegum einkennum (t.d.ógleði, verkjum). Einnig má nota slökun sem árangursríka hvíld til að endurnæra líkama og sál.

Slökun dregur úr ytri áreitum á líkama og sál og þegar vel tekst til finnst einstök vellíðan sem fylgir slökuninni, vöðvaspenna minnkar, dregur úr hugsanaflæðinu og þannig skapast tengsl við dýpri svið hugans.

Árangurinn verður glaður hugur í hvíldum líkama og djúp tilfinning um vellíðan og frið. 

Slökun er ein margra jákvæðra aðlögunaraðferða sem læra má og nota sem mótvægi gegn streitu. Rannsóknir hafa sýnt að við slökun verður jákvæð breyting á líkamsstarfseminni. Dæmi um það eru að púlsinn lækkar, öndun verður hægari, blóðþrýstingur lækkar og dregur úr streituvaldandi boðefnum.

Leiðbeinandinn

Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur hefur í tvo áratugi veitt sjúklingum, aðstandendum, og starfsfólki á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, slökunar- og dáleiðslumeðferð. Meðferð hefur meðal annars verið veitt vegna verkja, ótta við breytingar, erfiðleika með svefn, streitu, kvíða af margvíslegum orsökum, vegna breyttrar sjálfsmyndar. Að auki hefur hún kennt sjálfsdáleiðslu vegna ógleði, vegna hræðslu við nálaísetningar og margt fleira.
Lilja lærði dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni á árunum 1993-1995 og hjá Michael Yapko 2013 og lauk ársnámi í hugrænni atferlismeðferð 2009.

 

Lilja hefur gefið út tvo slökunardiska, Innra með þér (2007) og Þegar hugsanir trufla svefn (2015).

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.