Margir glíma við andlega erfiðleika einhvern tímann á ævinni, meðal annars þunglyndi, kvíða og neikvæða sjálfsmynd.
Kristín Ósk Leifsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu og lágri sjálfsvirðingu. Hún vinnur líka með áföll, sorg og missi, veitir meðferð m.a. fyrir fólk sem glímir við sálræna fylgikvilla alvarlegra sjúkdóma, sem og aðstandendur þeirra. Þá hefur Kristín einnig mikla reynslu af því að veita ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem er að koma aftur á vinnumarkaðinn eftir langvarandi veikindi.
Tímapantanir eru hjá Ljósinu í síma 561-3770.
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Þá krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra
Umsjón: Kristín Ósk Leifsdóttir, sálfræðingar
Tímapantanir í síma 561-3770