Viðtal við markþjálfa

Matti Osvald er vottaður ACC stjórnendamarkþjálfi, hann hefur unnið með Ljósinu frá árinu 2008 m.a með að halda utan um fræðsluna fyrir karlmenn.

Núna er hægt að panta einstaklingstíma hjá honum og er þetta eitt af þessum frábæru tilboðum til ykkar frá Ljósinu.  Tímapantanir í síma 561-3770.

Þeir fáu sem hafa markmið að leiðarljósi setja sér yfirleitt markmið án þess að greiða úr fortíðinni og án þess að skoða viðhorf sín og gildi. Þar skortir hina innri hvöt, þá tilfinningu að brenna fyrir markmiðum sínum.  Með því að setja þér markmið eftir að hafa létt á byrgðum fortíðar og skoðað viðhorf þín gagnvart því sem skiptir þig mestu máli má ná varanlegum árangri. Viðhorfum (sem stjórna hegðun) má auðveldlega breyta með aukinni sjálfsþekkingu.  Með því að fara í markþjálfun þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur bæði jákvæðari og varanlegri áhrifum á bæði viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdarvilja.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Þá sem eru að hefja endurhæfingu eftir krabbameinsmeðferð

Umsjón: Matti Osvald

Tímapantanir í síma 561-3770