Viðtal við sjúkraþjálfara

Til að nýta sér þjónustu Ljóssins þurfa allir að fá fræðslu hjá þjálfarateyminu um líkamlega endurhæfingu. Eftir fræðsluna getur fólk skráð sig í viðtal hjá sjúkraþjálfara, sér að kostnaðarlausu.

Markmiðið með viðtölunum er að veita persónulega ráðgjöf varðandi hreyfingu. Í tímanum gerir sjúkraþjálfarinn einnig nauðsynlegar mælingar, eins og þrekpróf, mælingu á blóðþrýstingi, púlsi og líkamssamsetningu. Sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar Ljóssins halda svo utan um þjálfunina og fylgja þér eftir eins lengi og þörf þykir.

Þjálfarateymi Ljóssins:

  • Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari – aslaug@ljosid.is
  • Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur – birna@ljosid.is
  • Eiríkur Bergmann Henn, sjúkraþjálfari – eirikur@ljosid.is
  • Guðrún Erla Þorvarðardóttir, íþróttafræðingur – gudrunerla@ljosid.is
  • Gyða Rán Árnadóttir, sjúkraþjálfari – gyda@ljosid.is
  • G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur – haukur@ljosid.is

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Fyrir þá sem hafa endurhæfingarþarfir vegna krabbameinsgreiningar og meðferðar.

Umsjón: G. Haukur Guðmundsson
thjalfarar@ljosid.is til að tilkynna forföll

Tímapantanir í síma 561-3770