Viðtal við iðjuþjálfa

Upphaf endurhæfingar felst í því að fara í viðtal hjá iðjuþálfa (og sjúkraþjálfara). Iðjuþjálfinn hjálpar þér við að raða saman dagskrá sem hentar þér í endurhæfingarferlinu. Auk þess er rætt um allt er viðkemur daglegri iðju, þær breytingar sem verða við veikindi, hlutverk, fjölskylduhagi, tilfinningalíf og margt fleira. Allt er þetta gert til að þú getir sett þér markmið með endurhæfingunni, náir að vinna með þínar sterku hliðar og fáir þannig tækifæri til að byggja upp andlegt, félagslegt og líkamlegt þrek.

Fólki býðst að vera í áframhaldandi viðtölum hjá iðjuþjálfa til að fara dýpra í það sem viðkemur daglegri iðju og aðstoð við að byggja þig upp til að komast aftur til vinnu. Í ferlinu eru oft notuð stöðluð matstæki sem hjálpa þér við að setja orð á hlutina. Iðjuþjálfinn fylgir þér eftir eins lengi og þörf þykir.

Hægt er að panta tíma í viðtal við iðjuþjálfa  í síma 561-3770.

Iðjuþjálfar í Ljósinu eru:

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Þá sem eru að hefja endurhæfingu eftir krabbameinsmeðferð

Umsjón: Iðjuþjálfar Ljóssins

Tímapantanir í síma 561-3770