Ljósið var einn af þeim aðilum sem stóðu að málþingi um endurhæfingu krabbameinsgreindra sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 3. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þeir sem standa að endurhæfingu krabbameinsgreindra koma saman og ræða málin opinskátt. Allir endurhæfingaraðilarnir eru sammála því að mikil þörf sé á að samræma og skilgreina allt ferlið þegar
Ákveðið hefur verið að hafa lokað í Ljósinu frá kl. 13, fimmtudaginn 3. maí vegna málþings um stöðu og stefnu enduhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hefðbundin dagskrá verður í handverki og hreyfingu til kl. 12 og eldhúsið opið til kl.13. Föstudaginn 4. maí verður alveg lokað í Ljósinu en við verðum hér aftur spræk og hress mánudaginn 7.
Næsta mánudag, þann 30. apríl verður kynning á skokkhóp Ljóssins. Það eru þær Camilla sjúkraþjálfari og Edda Dröfn Eggertsdóttir hlaupari sem munu halda utan um hópinn og hitta áhugasama og kynna næstu skref. Við hvetjum þá sem lengi hafa haft hug á að byrja að hlaupa og koma og vera með. Skokkhópurinn getur einnig verið góður undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon í
Fimmtudaginn 3. maí n.k. verður málþing um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein og ber málþingið titilinn ,,Endurhæfinga alla leið“. Það er Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið, Kraftur, Heilsustofnun NLFÍ og Reykjalundur sem boða til málþingsins. Málþingið hefst kl. 15 og er í Hátíðarsal Hákóla Íslands. Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook. Dagskrá málþings:
Í dag, þriðjudaginn 17. apríl birtis frábær grein um námskeið sem haldið er í Ljósinu fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára og á aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Greinin ber yfirskriftina ,,Það má líka hlægja“ og þar segir Kristín Berta Guðnadóttir umsjónamaður námskeiðsins frá uppbyggingu þess. Jafnframt er talað við þrjá krakka sem farið hafa á námskeiðið og segja
Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast
Ljósið er lokað um páskana sem hér segir: Fimmtudagurinn 29. mars – skírdagur – lokað Föstudagurinn 30. mars – föstudagurinn langi – lokað Mánudagurinn 2. apríl – annar í páskum – lokað Hafið það gott yfir hátíðirnar Gleðilega páska.
Fluguhnýtingar hafa verið afar vinsælar hjá okkur í vetur og mörg skaðræðisvopnin orðið til hér á miðvikudögum. Þar sem senn líður að veiðisumri færast menn í aukana við að fylla á fluguboxin og tvo til þrjá næstu miðvikudaga eftir páska ætlum við að breyta örlítið út af vananum og fá góðan gest í heimsókn. Jón Ingi veiðugúrú í Vesturröst ætlar
Þriðjudagsfyrirlestur marsmánaðar hefst að þessu sinni kl. 14:15 og er samkvæmt venju í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg þann 27. mars n.k . Að þessu sinni fáum við Thelmu Björk fatahönnður og jógakennara til okkar og fjallar hún m.a. um tenginguna á milli handverks, líkama og sálar. Thelma Björk er fatahönnuður, móðir og jógakennari hún varð fyrst hugfangin af jóga og
Mánudaginn 26. febrúar verður kynning í Ljósinu á vörum og þjónustu frá Eirberg. Hjúkrunarfræðingur úr brjóstaþjonustu Eirbergs mætir til okkar með nýjar vörur m.a. brjóst, brjóstahaldara og sundfatnað. Kynninging verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 á milli kl. 10:30 -12:30