Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018. Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili,
Hann var æði tignarlegur og fagur, Ljósafossinn sem liðaðist niður Esjuhlíðar síðastliðin laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu úr hinum ýmsu gönguhópum ásamt okkar fólki úr Ljósinu. Allir voru vel búnir og með höfuðljós til að taka þátt í mótun fossins. Mikil gleðir ríkti í hópnum og afar vel tókst að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að um síðustu helgi fór Reykjavíkurmaraþon fram. Eins og undanfarin ár hefur Ljósið verið eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt var að hlaupa fyrir og heita á hlaupara. Því er skemmst frá að segja að um 220 manns hlupu fyrir Ljósið og söfnuðust 9.644.643 kr. Þetta er lang, lang hæsta upphæð sem
Við hvetjum alla þá sem hlaupa fyrir Ljósið og eiga eftir að sækja sér boli að koma við á básnum okkar á Fit and Run sýningunni í Laugardalshöllinni. Ljósið verður þar með bás, sjá staðsetningu hér og við hlökkum til að sjá ykkur, endilega kíkið við. Sýningin verður opin frá kl. 15-20 fimmtudaginn 17. ágúst og frá kl. 14-19 föstudaginn
Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til síðasti hlauparinn okkar fer framhjá. Gaman væri ef klappliðið
Miðvikudaginn 16. ágúst á milli kl. 17:00 – 19:00 ætlar Ljósið að bjóða öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu í pastaveislu. Í leiðinni munum við afhenda fallega dry fit hlaupaboli merkta Ljósinu. Fjóla Dröfn, margreyndur maraþonhlaupari, sjúkraþjálfari Ljóssins og þjálfari skokkhópsins ætlar jafnframt að ausa úr viskubrunni sínum og koma með góð og hagnýt ráð fyrir hlaupara. Þeir
Þeir eru fjölmargir sem ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslansdbanka nú í ágúst og styrkja um leið starfsemi Ljóssins. Frá því í apríl hefur verið starfræktur hlaupa og skokkhópur í Ljósinu m.a. til að undirbúa sig fyrir hlaupið og eru allir velkomnir að vera með. Æft er einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 15:30. Mæting í
Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14. Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja
Skokk- og hlaupahópur Ljóssins fer vel af stað þetta árið. Þátttakendur eru fullir eldmóðs undir hvetjandi og styrkri stjórn Fjólu Drafnar sjúkraþjálfar og margreyndum maraþonhlaupara. Reyndar hefur aðeins örlað á harðsperrum hjá skokkurunum, en það er ekkert til að gera veður útaf. Þeir sem vilja vera með í skokkinu eru boðnir hjartanlega velkomnir. Æfingar eru alla fimmtudaga frá kl.
Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk. Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu. Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á