Kæru vinir, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram um liðna helgi og erum við afskaplega þakklát öllum þeim sem hlupu fyrir Ljósið, styrktu Ljósið og þá sem komu á peppstöðina okkar til að hvetja hlauparana áfram. Það var sannarlega ánægjulegt að njóta þessarara hlaupahátíðar með ykkur öllum eftir Covid pásu. Alls hlupu 191 einstaklingur fyrir Ljósið og söfnuðu 12 milljónum!! Sumir hlupu
Mánudaginn 29. ágúst og þriðjudaginn 30. ágúst verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Það má með sanni segja að Reykjavíkurmaraþonið sé hátíðisdagur í Ljósinu. Hér í húsi hefur stemningin vaxið dag frá degi og bæði starfsfólk og þjónustuþegar að komast í mikla stemningu fyrir morgundeginum. Hér eru praktískar upplýsingar fyrir bæði hlauparana okkar og peppara. Hlauparar Þeir sem hlaupa fyrir Ljósið fá merktan bol að gjöf til að hlaupa í. Hægt
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer 20.ágúst næstkomandi. Við erum ótrúlega stolt af hlaupurunum okkar og þakklát öllum sem hlaupa fyrir Ljósið. Að venju fá allir okkar hlaupara bol merktan Ljósinu til að hlaupa í. Afhending bola fer fram á stórsýningunni FIT & RUN sem fram fer í Laugardalshöllinni. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir: Fimmtudagur 18.ágúst kl. 15:00
Að venju blásum við til pastaveislu fyrir Reykjavíkurmaraþon. Við bjóðum hlaupurum Ljóssins að koma í heimsókn til okkar á Langholtsveg 43 mánudaginn 15.ágúst kl:17.00. Við byrjum hittinginn á að hlusta á léttan fyrirlestur og hlaupa pepp, en hann Snorri Björnsson langhlaupari, ljósmyndari og podcastari ætlar að koma okkar fólki í réttan gír fyrir hlaupið. Hún Daiva okkar dásamlega matselja ætlar að
Kæru vinir, Mánudaginn 15.ágúst tekur ný og spennandi stundaskrá líkamlegrar endurhæfingar gildi. Hana má skoða á vefsíðu Ljóssins hér. Athugið að hreyfiflæði hefst þó ekki fyrr en 23.ágúst. Nú er hægt að skipuleggja hreyfingu haustsins og stuðla þannig að heilbrigðari likama og sál. Með kærri kveðju, Þjálfarar Ljóssins
Kæru vinir, Ljósið verður lokað á Frídegi Verslunarmanna mánudaginn næstkomandi 1.ágúst. Við hvetjum alla til að njóta dagsins, en huga þó vel að líkama og sál. Við opnum aftur þriðjudaginn 2.ágúst kl. 8:30. Góða helgi!
Í vikunni fór af stað rannsókn SideKick Health á smáforriti formlega af stað í Ljósinu. Er smáforritið sérstaklega hannað til að koma til móts við þarfir kvenna í meðferð við brjóstakrabbameini. Um er að ræða samstarfsverkefni SideKick Health, Ljóssins og Landspítalans. Smáforritinu er ætlað að styðja við breytingar á lífsháttum sem auka lífsgæði. Er þetta önnur rannsóknin sem SiceKick Health
Við tókum hús á myndlistakonunni Ósk Laufdal á dögunum á einu elsta kaffihúsi borgarinnar, Café Milano. Ósk hefur alla tíð haft áhuga á myndlist og hverskyns handverki, en áður en myndlistin fangaði hana þá hannaði hún og framleiddi minjagripi og seldi í helstu minjagripaverslunum landsins. Það var árið 2015 sem hún byrjaði að mála og tók þá meðvitaða ákvörðun eins
Kæru vinir, Nú erum við að undirbúa og gera klárt fyrir spennandi haust í Ljósinu. Því biðlum við til þeirra sem eiga myndir og/eða möppur í handverksrými Ljóssins að renna við og taka með heim við tækifæri. Eins dásamlegt og það er að hafa fallegu myndverkin uppi við til sýnis þá þurfum við að rýma fyrir nýjum verkum. Með fyrirfram