Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 10. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
eftir Áslaugu Kristjánsdóttur, Sambands- og kynlífsráðgjafa Jafnvel bestu ástarsambönd heimsins verða fyrir áhrifum þegar annar makinn veikist af krabbameini. Sum sambönd styrkjast við það en önnur þola illa álagið. Þegar krabbamein kemur inn í samband breytast hlutverk og ábyrgð frá því sem áður var. Maki í krabbameinsmeðferð eða endurhæfingu hefur oftar en ekki minni orku til að sinna öllum sínum
Mjög margir þjónustuþegar hafa fengið skilaboð um tímabókun í dag klukkan 9:00 eða 12:00. Ef þið hafið fengið skilaboð þess efnis og kannist ekki við að eiga þennan tíma, vinsamlegast hafið samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 til að staðfesta tímann.
Fyrr á árinu fagnaði Þórður Geirsson þjónustuþegi í Ljósinu 60 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum. Við það tilefni afþakkaði Doddi, eins og hann er betur þekktur hjá okkur í Ljósinu, allar gjafir en bað sitt fólk að gefa upphæð í endurhæfingarstarf Ljóssins. Í dag kom Doddi í heimsókn í Ljósið ásamt eiginkonu sinni Ernu Valdimarsdóttur, og afhentu þau
Laugardaginn 22. apríl stendur Ljósið fyrir golfmóti fyrir stráka á öllum aldri. Mótið er opið öllum körlunum okkar í Ljósinu, sama hvaða færni eða reynslu þeir búa yfir í golfi. Mótið verður haldið á Nesvöllum hjá Golfklúbbi Seltjarnarness. Mótið hefst klukkan 14:00 Skráningu fer fram rafrænt hér og lýkur þriðjudaginn 18. apríl. Mótið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Gleðilega páska kæru vinir. Við í Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu.Ljósið opnar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Páskalokun í Ljósinu verður frá 6.- 11.apríl. Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins
Fimmtudaginn 27.apríl kl.13:00 verður fræðsla frá þjálfunum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er þetta fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð á brjósti. Viðburðurinn hefst á fræðslu, síðan verður vörukynningin. Meðal þess sem fjallað verður um: • Gervibrjóst • Brjóstahaldara • Sundfatnað • Stuðningsermar • Ofl.
Rafmennt, þekkingarfyrirtæki kom færandi hendi og færði Ljósinu fimm spjaldtölvur og hulstur að gjöf. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri og skólameistari heimsótti okkur með þessa góðu gjöf. Erum við þeim afskaplega þakklát og sannarlega eiga spjaldtölvurnar eftir að koma sér vel í starfsemi Ljóssins.
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við