Fréttir

24
okt
2022

Örfá laus pláss á aðstandendanámskeið fyrir ungmenni 14 -16 ára

Næsta námskeið hefst á morgun, þriðjudaginn 25.október. Námskeiðið er tvö skipti dagana 25.október og 1.nóvember klukkan 16:30-18:30 Á námskeiðinu gefst ungmennum kostur á að hitta annað ungt fólk sem er í sambærilegum sporum. Hópurinn fær fræðslu en gefst einnig kostur á að ræða reynslu sína og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm

Lesa meira

20
okt
2022

Ljósið hlaut viðurkenningu vegna Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust rúmar 12 milljónir sem er alveg magnaður árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir!   Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

17
okt
2022

Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkti Ljósið rausnarlega og kom í heimsókn

Á dögunum fengum við góða heimsókn í Ljósið, en fyrir skemmstu færði Lionsklúbburinn Fjörgyn Ljósinu tölvubúnað sem er þegar kominn í notkun og nýtist afar vel hjá þjálfurum Ljóssins. Nú var komið að formlegri afhendingu og fengum við þessa skemmtilegu, vösku félaga úr klúbbnum í kaffi, spjall og kynntum við þeim fyrir starfsemi og húsakynnum Ljóssins. Við þökkum þeim innilega

Lesa meira

14
okt
2022

Bleiki dagurinn er í dag

Í október ár hvert er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur, en með deginum er vakin athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár er lögð athygli á það sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameini. Eru konur hvattar til að að fara í þær reglulegu skimanir í leghálsi og brjóstum

Lesa meira

11
okt
2022

Áslaug kynfræðingur fræðir pör um samskipti og kynlíf

Mánudaginn 7. nóvember næstkomandi klukkan 16:30 mun Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur vera með fræðsluerindi fyrir pör um samskipti, kynlíf og nánd. Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í parsambandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parsambandinu. Fyrirlesturinn fer fram í Ljósinu og er skráning hafin hér.

11
okt
2022

Gjöf til minningar um dóttur góðs vinar

Fyrrum félagar úr Bjartri Framtíð færðu Ljósinu einnar milljón króna gjöf. Með framlagi þessu vilja þau minnast Elvu Gestsdóttur sem lést nýverið eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við sendum okkar hlýjustu þakkir fyrir styrkinn og einlægar samúðarkveðjur til allra aðstandenda.

10
okt
2022

Við hringjum og leitum að Ljósavinum

Kæru vinir, Í dag hefjast úthringingar þar sem fólki er boðið að gerast Ljósavinur. Okkur þætti vænt um ef þið takið vel á móti því góða fólki sem hringir fyrir hönd Ljóssins. Njótið dagsins.

10
okt
2022

Hádegistónleikar í Bústaðakirkju í október – Til styrktar Ljósinu

Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju. Í október gefst tónleikagestum á hádegistónleikum kirkjunnar kost á að leggja  starfi Ljóssins lið. Hádegistónleikar verða alla miðvikudagana í október og mun tónlistin í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október einnig taka mið af Bleikum október Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30.

Lesa meira

5
okt
2022

Sjálfboðaliðum fagnað

Það var mikið hlegið, sprellað og spjallað á árlegum viðburði fyrir sjálfboðaliða Ljóssins í byrjun vikunnar þar sem óeigingjörnu framlagi þeirra var fagnað. Sjálfboðaliðar eru lykilþáttur í starfsemi Ljóssins en hópurinn býr yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Hlutverk sjálfboðaliða eru margvísleg en í dag eru 15 manns sem taka þátt í starfinu. Meðal þeirra hlutverka sem sjálfboðaliðar sinna eru handverkskennsla,

Lesa meira

28
sep
2022

„Andartak“ sýning Þóru Bjarkar Schram

  Fimmtudaginn 29.september opnar Þóra Björk Schram persónulega einkasýningu sem ber nafnið „Andartak“ í Gallerí Göng í Háteigskirkju. Hún ánafnar Ljósinu eitt af verkum sýningarinnar, og vill gefa þannig til baka til Ljóssins. Þóra Björk var stödd á Ítalíu þar sem hún vann að listsköpun sinni þegar læknirinn hringdi með þau tíðindi að hún hefði greinst með krabbamein. Í samráði

Lesa meira