Kæru útskurðarmeistarar og ofurtálgarar, Tími í trétútskurð og tálgun, sem átti að vera 8. maí, fellur niður að þessu sinni. Við hvetjum ykkur þó til að nýta tækifærið til að prufa eitthvað annað þá vikuna, hvernig væri að halda orkunni uppi og samtalinu gangandi með því að skella sér í prjónahópinn eða út að ganga með þjálfurunum. Svo má alltaf
Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri ætlar að heimsækja okkar ástkæru Þuríði Sigurðardóttur myndlistarkonu og söngkonu á vinnustofu hennar í Garðabæ, 6.maí kl. 13:00. Við hittumst við innganginn á Hönnunarsafninu við Garðatorg og göngum saman að vinnustofu hennar sem er á bak við safnið. Að venju förum saman á kaffihús á eftir. Vinsamlegast skráið þátttöku í afgreiðslu Ljóssins í
Ljósið er eina endurhæfingarmiðstöðin á Íslandi sem býður upp á sérhæfða endurhæfingu fyrir þau sem greinast með krabbamein, en í hverjum mánuði leita yfir 600 manns til okkar eftir stuðningi og fræðslu. Á bak við starfsemina standa Ljósavinir – ómetanlegur hópur sem gerir okkur kleift að bjóða upp endurgjaldslausa endurhæfingu í þeirri mynd sem hún er í dag. Þegar þú
eftir Sólveigu K. Pálsdóttur Það er komið að því! Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka nálgast óðfluga – og við í Ljósinu erum að gera okkur tilbúin að vanda. Það er alltaf sérstök tilfinning þegar maraþonundirbúningurinn fer af stað; við verðum auðmjúk og þakklát fyrir allt fólkið sem hefur hlaupið fyrir okkur í gegnum árin en líka full af tilhlökkun fyrir skráningarhátíðinni og maraþondeginum
Miðvikudaginn 26. mars átti sér stað óhapp þegar ekið var utan í bíl sem staðsettur var í bílastæði undir gluggum handverksrýmis Ljóssins. Við óskum eftir því að sá sem kann að hafa átt í hlut eða einhver sem varð vitni að atvikinu hafi samband svo hægt sé að setja tjónið í farveg tryggingafélaga. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málið,
Varst þú að klára leirlistarnámskeið og náðir ekki að klára leirmuni? Þá vilt þú ekki missa af þessu tækifæri! Þann 10. apríl kl 12:30 er hægt að skrá sig til að koma og klára leirmuni sem náðist ekki á námskeiðunum sem var að ljúka. Athugið, takmarkað pláss – Skráning fer fram í móttöku
Ljósið mun bjóða uppá sex örnámskeið í ritlist næstkomandi sumar. Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari fengu styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa og standa fyrir námskeiði í rithæfingu í samstarfi við Ljósið og Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rithæfing er endurhæfingaraðferð þar sem fléttað er saman upplifun og ritun. Námskeiðin í sumar verða þematengd
Þann 1. apríl ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast í Hörpu klukkan 13:00. Við fáum leiðsögn um húsið í boði Hörpu og að venju fáum við okkur kaffi saman. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur! Skráning í móttöku Ljóssins til 31. mars.
Við viljum byrja á að þakka öllum sem styrkja starfsemi Ljóssins fyrir stuðninginn. Við vonum að allir styrkir séu að birtast rétt á ykkar framtölum Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir mismunandi flokka styrkja. Árlegir Ljósavinir Gögn um árlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins. Mánaðarlegir Ljósavinir Gögn um mánaðarlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins. Athugið að enn
Fjáröflunarkvöldverður Ljóssins fór fram síðastliðinn föstudag og sameinaði þar velviljug fyrirtæki og góða gesti sem vildu leggja húsnæðissjóði miðstöðvarinnar lið. Kvöldið einkenndist af hlýju og samhug, en líka eftirminnilegri gleði, léttleika og orku sem fyllti salinn. Ljúffengur matur, framúrskarandi tónlistarflutningur og skemmtileg stemning undir dyggri veislustjórn Selmu Björnsdóttur og Friðriks Ómars leiddu smám saman til þess að gleðin braust út