Solla

18
nóv
2024

Jólakonfektssala til fyrirtækja og stofnanna

Góðan daginn kæru vinir, Jólakonfektssala Ljóssins til fyrirtækja og stofnanna er hafin og bjóðum við úrvalskonfekt frá Freyju til sölu. Freyja endurvakti í fyrra konfektmola sem voru fyrst framleiddir árið 1918. Molarnir einkennast því af nýsköpun, einstöku handbragði og aldagamalli hefð. Konfektið kemur í fallegri öskju (450gr) og kostar 4.990 kr. m/vsk. Lágmarkspöntun er 10 öskjur og er sendingarkostnaður innifalin.

Lesa meira

15
nóv
2024

Lionsklúbburinn Keilir styrkir Ljósið með sölu súkkulaðidagatala

Lionsklúbburinn Keilir hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi Ljóssins með því að selja súkkulaðidagatöl fyrir jólin 2024. Ágóði af sölunni mun renna til Ljóssins og Krabbameinsfélags Íslands. Þetta verkefni er liður í 50 ára afmælisundirbúningi Lionsklúbbsins Keilis, sem verður haldið hátíðlegt í apríl 2025.   Salan er hafin! Við hvetjum alla landsmenn til að

Lesa meira

15
nóv
2024

Söfnuðu 100.000 krónum til styrktar Ljósinu á Bleika deginum

Þann 23. október síðastliðinn hittust fimm pör til golfleiks á Villa Martin golfvellinum á Spáni. Í tilefni Bleika dagsins ákváðu þátttakendur að klæðast bleiku og nýta tækifærið til að styðja gott málefni. Valið varð Ljósið, og gekk viðburðurinn vonum framar. Alls söfnuðust 100.000 krónur! „Ljósið hefur unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem hafa þurft að takast á við krabbamein og

Lesa meira

31
okt
2024

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir þitt framlag

Kæru kæru vinir Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með framlagi  þjóðarinnar getum við haldið úti gróskumikilli endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda.   Stuðningur þjóðarinnar er starfinu ómetanlegur! Þessa dagana birtast eingreiðslur í heimabanka Íslendinga að upphæð

Lesa meira

24
okt
2024

Fram fyrir Ljósið – Treyjur og leikur til styrktar Ljósinu

Í samstarfi við Gunnar Hilmarsson og Errea, hefur Fram hafið sölu á einstökum búning til styrktar Ljósinu. Með verkefninu vill Fram sýna samkennd og stuðning við Ljósið. „Þetta er ekki bara hönnun – það er sameiningarafl fyrir samfélagið, merki um von og baráttu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og bjóða stuðningsmönnum okkar að vera

Lesa meira

18
okt
2024

Maraþonþakkir að uppskeruhátíð lokinni

Kæru vinir, Í gær lauk maraþongleðinni í ár formlega þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð. Frá Ljósinu mættu Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður, og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið safnaði mest allra félaga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2024. Lokaupphæðin var 22.833.176 krónur. Við sendum enn og

Lesa meira

16
okt
2024

Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað sjö millj­ón­um króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Nettó um átak í sam­starfi við Ljósið. Þetta er annað árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði, und­ir heit­inu „Kveikj­um Ljósið í júlí“ en í fyrra söfnuðust fimm millj­ón­ir kr. Í

Lesa meira

10
okt
2024

Gleym mér ei tók á móti hlýrri gjöf frá Ljósinu

Vikulegi prjónahópurinn í Ljósinu hefur ekki setið auðum höndum frá síðasta góðgerðarverkefni. Að þessu sinni kom Berta Þórhalladóttir og tók glöð á móti litlum englaklæðum fyrir hönd Gleym mér ei, sem er styrktarfélag til stuðnings foreldra sem missa börn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi í Ljósinu og leiðbeinandi í hópnum segir verkefnið færa þjónustuþegum Ljóssins mikinn

Lesa meira

9
okt
2024

Færði Ljósinu styrk Oddfellow kvenna

Þóra, Rebekkustúka Oddfellow númer 9 veitti Ljósinu veglegan styrk í kjölfar þess að Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir hélt erindi. Jenný deildi þar sinni reynslusögu af endurhæfingunni í Ljósinu og þeim jákvæðu áhrifum sem starfið hafði á hennar líf, bæði samhliða meðferðum en einnig eftir að hún sneri aftur til vinnu. Í morgun leit Jenný við hjá okkur á Langholtsveginum og færði

Lesa meira

30
sep
2024

Hvaða áhrif hefur krabbameinsgreining á taugakerfið?

Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Í dag, mánudaginn 30. september, mun Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari taka á móti þjónustuþegum Ljóssins og þeirra aðstandendum og fjalla um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún mun segja frá áreitisþröskuldinum og ræða leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka

Lesa meira