Solla

6
feb
2025

Ný hugsun í heilbrigðisþjónustu – Ljósið lýsir leiðina

Höfundur: Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins Með því að innleiða nýja hugsun í heilbrigðisþjónustu, þar sem andleg og félagsleg heilsa fá jafna athygli og líkamleg heilsa, er hægt að styðja skjólstæðinga betur í þeirra bataferli. Iðjuþjálfun spilar lykilhlutverk í þessari þróun og Ljósið hefur sýnt fram á hversu mikilvæg sú nálgun er fyrir þá sem glíma við afleiðingar krabbameins. Þegar einstaklingur

Lesa meira

5
feb
2025

Tilkynning um lokanir í Ljósinu vegna veðurs

Kæru vinir, Gefin hefur verið út veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu frá klukkan 12:00 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar. Einnig verður lokað á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Fyrir þau sem bókuð eru í viðtöl

Lesa meira

29
jan
2025

Zumba tími í Ljósinu 7. febrúar

Nú ryðjum við tækjunum til hliðar, hækkum í græjunum og tökum sporið. Pop-up tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 7. febrúar klukkan 13:00. Zumba er danstími þar sem stuð og suðræn stemning er allsráðandi. Tími fyrir alla sem elska að dansa þar sem sporin eru mjög einföld. Þú gleymir þér í stuði og stemningu. Að sjálfsögðu verðum við

Lesa meira

15
jan
2025

Skattafrádráttur vegna styrkja til Ljóssins

Kæri Ljósavinur, Takk innilega fyrir að styrkja Ljósið. Nú er sá tími árs sem einstaklingar undirbúa skil á skattframtölum sínum. Við minnum þig á að þú getur sótt skattafrádrátt ef árlegt framlag er yfir tíu þúsund krónur. Upplýsingar um Ljósið ættu að birtast sjálfkrafa inn á skýrslunni þinni ef kennitala fylgir þinni skráningu. Ef Ljósið er ekki að birtast á

Lesa meira

3
jan
2025

Glódís Perla færði Ljósinu eina milljón króna

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, endaði síðasta ár sannarlega með stæl. Eftir magnað ár í fótboltanum lét hún gott af sér leiða með því að bjóða upp áritaða landsliðstreyju úr leik Íslands og Þýskalands og láta allan ágóða renna til Ljóssins. Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, keypti treyjuna á eina milljón króna og mættu þau Glódís í Ljósið á

Lesa meira

2
jan
2025

Eldhús Ljóssins lokað 2. og 3. janúar 2025

Gleðilegt ár kæru vinir, Vegna óviðráðanlegra orsaka verður eldhús  Ljóssins lokað í dag og á morgun. Við biðjumst velvirðingar á þessu en hlökkum til að bjóða upp á heilnæman og hollan hádegismat strax eftir helgi.  

20
des
2024

Íslenska Gámafélagið veitir Ljósinu 2 milljóna króna styrk

Íslenska Gámafélagsið veitti Ljósinu veglegan styrk að upphæð 2 milljónir króna fyrr í dag. Styrkurinn mun renna í húsnæðissjóð Ljóssins. Fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu, þau Auður Pétursdóttir, Ásta María Harðardóttir, Ólafur Thordersen og Ljiljana Tepsic, heimsóttu Ljósið til að afhenda styrkinn og fengu tækifæri til að kynna sér starfsemina og hitta starfsfólk Ljóssins. „Við hjá Íslenska Gámafélaginu leggjum mikla áherslu

Lesa meira

20
des
2024

Færði Ljósinu styrk á afmælisdegi móður sinnar

Unnar Bjarnason færði mömmu sinni ógleymanlega gjöf á afmælisdaginn hennar í dag –  styrk að upphæð 200.000 krónur til Ljóssins, þar sem hún hefur sótt þjónustu. Styrkurinn er afrakstur elju og skipulagsgleði Unnars, sem safnaði upphæðinni með sölu á sérmerktum treyjum fyrir bumbu körfuboltalið KR. Með þessu fallega framtaki vildi hann bæði heiðra móður sína og styðja við starfsemi Ljóssins,

Lesa meira

20
des
2024

Gefðu jólagjöf í starf Ljóssins

Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir

Lesa meira

20
des
2024

Bústaðakirkja og Kvenfélag Bústaðasóknar styrkja Ljósið um 500.000 krónur

Söfnuður Bústaðakirkju í samvinnu við Kvenfélag Bústaðasóknar, hefur afhent Ljósinu rausnarlegan styrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn er afrakstur Bleiks októbers í Bústaðakirkju, þar sem hádegistónleikar voru haldnir alla miðvikudaga og sérstakar listamessur á sunnudögum. Markmið Bleiks októbers var að vekja athygli á mikilvægri þjónustu Ljóssins við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ásamt því að safna fjármagni til að styðja starfsemina.

Lesa meira