Solla

3
apr
2025

Leitum að vitnum vegna óhapps við Ljósið

Miðvikudaginn 26. mars átti sér stað óhapp þegar ekið var utan í bíl sem staðsettur var í bílastæði undir gluggum handverksrýmis Ljóssins. Við óskum eftir því að sá sem kann að hafa átt í hlut eða einhver sem varð vitni að atvikinu hafi samband svo hægt sé að setja tjónið í farveg tryggingafélaga. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málið,

Lesa meira

31
mar
2025

Átt þú eftir að klára leirmun?

Varst þú að klára leirlistarnámskeið og náðir ekki að klára leirmuni? Þá vilt þú ekki missa af þessu tækifæri! Þann 10. apríl kl 12:30 er hægt að skrá sig til að koma og klára leirmuni sem náðist ekki á námskeiðunum sem var að ljúka. Athugið, takmarkað pláss – Skráning fer fram í móttöku

27
mar
2025

Námskeið í ritlist í Ljósinu í sumar

Ljósið mun bjóða uppá sex örnámskeið í ritlist næstkomandi sumar. Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari fengu styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa og standa fyrir námskeiði í rithæfingu í samstarfi við Ljósið og Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rithæfing er endurhæfingaraðferð þar sem fléttað er saman upplifun og ritun. Námskeiðin í sumar verða þematengd

Lesa meira

26
mar
2025

Konur 46 ára og eldri skella sér í Hörpu

Þann 1. apríl ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast í Hörpu klukkan 13:00.  Við fáum leiðsögn um húsið í boði Hörpu og að venju fáum við okkur kaffi saman. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur!   Skráning í móttöku Ljóssins til 31. mars.  

13
mar
2025

Takk fyrir þolinmæðina – Skattafrádráttur vegna styrkja til Ljóssins

Við viljum byrja á að þakka öllum sem styrkja starfsemi Ljóssins fyrir stuðninginn. Við vonum að allir styrkir séu að birtast rétt á ykkar framtölum Hér fyrir neðan má sjá stöðuna fyrir mismunandi flokka styrkja. Árlegir Ljósavinir Gögn um árlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins. Mánaðarlegir Ljósavinir Gögn um mánaðarlegar greiðslur hafa verið send til Skattsins. Athugið að enn

Lesa meira

13
mar
2025

MYNDIR: Fjáröflunarkvöldverður Ljóssins – Kvöld fullt af hlýju og samstöðu

Fjáröflunarkvöldverður Ljóssins fór fram síðastliðinn föstudag og sameinaði þar velviljug fyrirtæki og góða gesti sem vildu leggja húsnæðissjóði miðstöðvarinnar lið. Kvöldið einkenndist af hlýju og samhug, en líka eftirminnilegri gleði, léttleika og orku sem fyllti salinn. Ljúffengur matur, framúrskarandi tónlistarflutningur og skemmtileg stemning undir dyggri veislustjórn Selmu Björnsdóttur og Friðriks Ómars leiddu smám saman til þess að gleðin braust út

Lesa meira

28
feb
2025

Nokkur sæti í boði á fjáröflunarkvöld Ljóssins

Kæru vinir Við viljum deila með ykkur einstökum viðburði sem Ljósið fékk tækifæri til að láta verða að veruleika. Þökk sé Hilton Reykjavík Nordica, Kjarnafæði, Innnes, Garra, Norðanfisk og MS er nú blásið til glæsilegs fjáröflunarkvöldverðar sem fer fram 7. mars næstkomandi klukkan 19:00. Þar munu fyrirtæki og velunnarar koma saman til að njóta kvölds með dýrindis mat, frábærri skemmtidagskrá

Lesa meira

6
feb
2025

Ný hugsun í heilbrigðisþjónustu – Ljósið lýsir leiðina

Höfundur: Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins Með því að innleiða nýja hugsun í heilbrigðisþjónustu, þar sem andleg og félagsleg heilsa fá jafna athygli og líkamleg heilsa, er hægt að styðja skjólstæðinga betur í þeirra bataferli. Iðjuþjálfun spilar lykilhlutverk í þessari þróun og Ljósið hefur sýnt fram á hversu mikilvæg sú nálgun er fyrir þá sem glíma við afleiðingar krabbameins. Þegar einstaklingur

Lesa meira

5
feb
2025

Tilkynning um lokanir í Ljósinu vegna veðurs

Kæru vinir, Gefin hefur verið út veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu frá klukkan 12:00 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar. Einnig verður lokað á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Fyrir þau sem bókuð eru í viðtöl

Lesa meira

29
jan
2025

Zumba tími í Ljósinu 7. febrúar

Nú ryðjum við tækjunum til hliðar, hækkum í græjunum og tökum sporið. Pop-up tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 7. febrúar klukkan 13:00. Zumba er danstími þar sem stuð og suðræn stemning er allsráðandi. Tími fyrir alla sem elska að dansa þar sem sporin eru mjög einföld. Þú gleymir þér í stuði og stemningu. Að sjálfsögðu verðum við

Lesa meira