Við erum komin í jólaskap í Ljósinu Öll sérsniðin námskeið byrja aftur eftir áramót, við auglýsum það nánar síðar. Öll almenn dagskrá er í fullum gangi, handverkshópar, yoga, líkamsrækt, gönguhópar og viðtöl. Endilega nýtið ykkur það sem er í boði, eða bara kíkið til okkar í kaffisopa. Litla jólabúðin okkar verður opin fram að jólum, margar fallegar gjafir á góðu
Hún Solla elskulega vinkona okkar í Ljósinu sá til þess að Aðföng styrktu okkur í október og afraksturinn varð 2.5 milljónir Innilegar þakkir til ykkar allra sem styrktu okkur með því að kaupa vörurnar…til fyrirtækisins (Aðföng) og til Sollu…knús og kossar frá öllum Ljósberunum…
Komdu og vertu besta útgáfan af sjálfri þér! Laugardaginn 16.nóvember ætla sex af okkar öflugustu kvenfyrirlesurum að sameina krafta sína og halda öflugan dag fyrir konur með fullt af spennandi fyrirlestrum og uppákomum á Happ Höfðatorgi undir einkunnarorðunum ORKA, HREYSTI og VELLÍÐAN Ógleymanlegur dagur þar sem þú lærir hvernig auka megi orku og vellíðan med bættu mataræði, húmor og
Solla ætlar að koma til okkar í Ljósið þann 28.okt nk og kenna okkur að gera gómsæta boosta sem eru svo góðir fyrir kroppinn. Hún verður í Ljósinu á milli kl: kl: 13.00- 15.00 ath eftir hádegið… Allir velkomnir
Balance Bond armböndin eru til sölu í Ljósinu, bandið sem jafnar óæskilegar jónir í umhverfinu Ljósið fær allan ágóða af þeim armböndum sem eru seld beint frá Ljósinu en 1.000 kr. af hverju seldu armbandi renna til Ljóssins í verslunum. Armböndin kosta kr. 2490 og fást bleik og svört. Töff armbönd sem hafa áhrif Jákvæðar/Neikvæðar jónir Jónir eru efnisagnir sem
Fluguhnýtingar eru komnar í sumarfrí, byrjum aftur í haust 🙂 Við höfum ákveðið að færa fluguhnýtingar yfir á miðvikudaga kl. 13:30-15:30, byrjum núna á miðvikudaginn 12 mars. Örn Daníelsson kennir Efni og verkfæri á staðnum. Greitt fyrir efnisgjald Aðstandendur eru velkomnir með
LIONSKLÚBBURINN FREYR GEFUR EFNI Í SKJÓLVEGGI OG TIMBURPALL SEM SETTUR VAR UPP Í SUMAR HJÁ LJÓSINU. Á myndinni ( frá vinstri )eru: Jón R. Sigurjónsson ( með stafinn ), Magnús Tryggvason, Þórður Guðmundsson, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, Guðmundur Jón Helgason og Sigurður Tómasson Lionsklúbburinn Freyr hefur stutt
Það er gaman að koma í Bónus og Hagkaupsverslanir núna og versla Solluvörur því þar eru stórar auglýsingar vegna styrkja til Ljóssins. Í októbermánuði ætlar lífræna vörumerkið mitt Himneskt að styðja gott málefni. Af hverri seldri einingu af Himneskt vöru,renna 10 krónur óskiptar til Ljóssins. Innilegar þakkir Solla og Aðföng…nú er bara um að gera að kaupa hollar Solluvörur.
Björg Kristín matgæðingur Ljóssins ætlar að vera með námskeið á föstudögum frá kl:10 -12.00 í hráfæðis og grænmetisréttum. Það verða 6 í hóp og allir hjálpast að, að útbúa ljúffenga hráfæðis og grænmetisrétti undir handleiðslu Bjargar. Maturinn sem gerður er á námskeiðinu verður svo í boði í hádegismat í Ljósinu Hvert skipti kostar 1000 kr Skráning hafin í Ljósinu í