LIONSKLÚBBURINN  FREYR GEFUR EFNI Í  SKJÓLVEGGI OG TIMBURPALL
SEM SETTUR VAR UPP Í SUMAR HJÁ LJÓSINU.

lions_freyr2.jpg

lions_freyr1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni ( frá vinstri )eru: Jón R. Sigurjónsson ( með stafinn ), Magnús Tryggvason, Þórður Guðmundsson, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, Guðmundur Jón Helgason og Sigurður Tómasson

 
 
Lionsklúbburinn Freyr hefur stutt Ljósið til nokkurra ára, byrjaði á því að gefa trésmíðavélar árið 2008. Þá voru gefnir stólar í sal sem voru sérpantaðir eftir óskum forráðamanna Ljóssins árið 2010. Árið 2012 voru gefnin eldhústæki og sérstakir  stólar sem hægt er stafla upp þegar þeir eru ekki notaðir í jógasal til að nýta plássið á efri hæð hússins.

Síðastliðinn vetur kom beiðni frá Ljósinu um  aðstoð við uppbygginu á garði,  sem er við húsið, en ráðist var í þær framkvæmdir snemma í vor með því að breyta og opna neðstu hæð hússins  út í garðinn og setja þar upp aðstöðu fyrir þá sem  koma þar  til afþreyingar.

Var þvi ákveðið að styrkja Ljósið við þær framkvæmdir, og ákvað klúbburinn að gefa efni í skjólveggi og  timburpall  að advirði Kr. 620.000,- sem afhent  var formlega nú í september 2013. Ljósið bauð lionsfélögum uppá kaffi og kökur  í tilefni afhendingarinnar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.