Jafningjahópur – Ungir makar

Í Ljósinu er starfræktur jafningjahópur fyrir unga maka.

Athugið að hópurinn er ekki í gangi sem stendur.

Markmið með hópnum er að hitta jafningja sem eiga maka sem hefur greinst með krabbamein. Nánustu aðstandendur hafa oft og tíðum jafn mikla þörf fyrir að fá að tjá sig og hitta aðra í sömu sporum eins og þeir sem greinast.  Tilgangurinn er að spjalla saman og fræðast.

Sigrún Þóra sálfræðingur mun halda utan um hópinn.

Hópurinn hittist á þriðjudögum í Ljósinu við Langholtsveg 43.

Ef þú ert maki á aldrinum 20-45 ára og hefur áhuga á að hitta aðra í sömu sporum þá getur þú skráð þig hjá okkur í síma 561-3770. Eins getur þú sent okkur tölvupóst á netfangið ljosid@ljosid.is

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: 20-45 ára makar þeirra sem greinst hafa með krabbamein

Hvenær: Nýjar dagsetningar væntanlegar

Hvar: Ljósið, Langholtsvegi 43

Umsjón: Sigrún Þóra Sveinsdóttir, sálfræðingur