Um er að ræða námskeið þar sem skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur frá 18 ára til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim. Það er líka lögð áhersla á það að hlæja og njóta þess að vera á námskeiðinu.
Á námskeiðinu er fjallað um áfallið sem flestir upplifa þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein og rætt um þær tilfinningar sem oftast fylgja í kjölfarið. Áhrifarík reynslusaga aðstandanda sem kemur í tíma og ræðir um áhrif greiningar og meðferðar á fjölskyldu og umhverfið. Rætt er um samskipti, ábyrgð og stuðning. Farið er í orsakir og afleiðingar streitu og leiðir til að fyrirbyggja og vinna á streitu og fjallað er um hvernig viðhorf og hugsanir hafa áhrif á líðan og atferli og hvernig hægt er að vinna með það.
Tímarnir eru sambland af fræðslu og umræðum.
Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu er eftirfarandi:
- Kynning, markmið og væntingar
- Áföll og sorgarferli
- Virk hlustun, tjáning og samskipti
- Streita og stuðningur
- Áhrif hugsana á líðan
Dagskrá námskeiðs sem hefst 12. september:
- 12. september Kynning, hlutverk aðstandenda, aðlögun og bjargráð
- 19. september Að vinna með hugsanir að bættri líðan
- 26. september Fjölskyldan, virk hlustun, tjáning og samskipti
- 3. október Ná tökum á og fyrirbyggja streitu og kvíða
- 10. október Sjálfsstyrkur – hvað get ég gert? Hverju hef ég stjórn á?
- 17. október Samantekt og samtal
Næsta námskeið
31. október 2023
Athugið að þetta námskeið fer einungis fram á Zoom
Þriðjudagar kl. 16:30
6 skipti
Umsjón: Guðrún Friðriks, B.Sc. í iðjuþjálfun og Elín Kristín Klar, M.A. í sálfræði
Námskeiðið kostar 5000 kr.