Gleym mér ei tók á móti hlýrri gjöf frá Ljósinu

Vikulegi prjónahópurinn í Ljósinu hefur ekki setið auðum höndum frá síðasta góðgerðarverkefni. Að þessu sinni kom Berta Þórhalladóttir og tók glöð á móti litlum englaklæðum fyrir hönd Gleym mér ei, sem er styrktarfélag til stuðnings foreldra sem missa börn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.

Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi í Ljósinu og leiðbeinandi í hópnum segir verkefnið færa þjónustuþegum Ljóssins mikinn tilgang: „Markmið hópsins er m.a að vinna að samfélagslegum verkefnum og gefa áfram til þeirra sem geta nýtt sér fallegt handverk.“

Með þessu framlagi senda þátttakendur í prjónahópnum, og allt samfélag Ljóssins, hlýjar kveðjur og von til foreldra andavanafæddra barna.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.