Myndlistarsýning Ljósbera

Eitt af því sem gefur og gleður starfsfólk Ljóssins er að sjá þegar Ljósberar vaxa og dafna í þeim annars erfiðu og krefjandi verkefnum sem baráttan við krabbamein er. Þetta horfum við uppá á hverjum einasta degi og í dag er dásamlega gaman að segja frá einum slíkum Ljósbera.  Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir hefur verið dugleg að nýta sér þá þjónustu sem Ljósið býður uppá og verið afkastamikil og hreinlega blómstrað í myndlistartímunum hjá Ingibjörgu á þriðjudögum og hafa verkin hennar vakið verðskuldaða athygli.

Nú er svo komið að Olga ætlar að halda myndlistarsýningu um næstu helgi, 9. og 10. júní í Vogatungu 105 í Mosfellsbæ. Sýninguna nefnir hún ,,Út fyrir rammann – brot af verkum Olgu Weywadt. Á sýningunni ber að líta valin verk úr smiðju Olgu sem hefur í gegnum misserin nýtt sér listina til að tjá sig í ferli krabbameins. Ólíkir stílar, tímar, tilfinningar sem hafa fengið að verða til með tilstilli Ljóssins. Sýningin varpar ljósi á hvað það að fara út fyrir rammann er okkur öllum hollt og lærdómsríkt.

Og ekki nóg með það að Olga ætli að sýna verkin sín, heldur ætlar hún einnig að sína sitt fallega hjartalag og láta gott af sér leiða á myndlistarsýningunni. Krabbameinið lætur nefnilega víða á sér kræla og nú berst 5 ára frænka Olgu, Arndís Petra við hvítblæði. Því verða á staðnum uppboðsverk þar sem ágóði af sölu verkanna rennur óskiptur til þessara litla ljóss sem ætti að vera að fást við allt aðra hluti en þessa.

Sýningin verður opin sem hér segir:

Laugardaginn 9. júní: 17:00 – 21:00
Sunnudaginn 10. júní: 12:00 – 16:00

Við bendum áhugasömum á að stofnaður hefur verið viðburður á Facebook þar sem sjá má kort af staðsetningu ásamt frekari upplýsingum.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.