Hvað skal taka með í Ljósafoss? var spurningin sem brann á vörum Guðnýjar Ragnarsdóttur og Sólveigar Kolbrúnar þegar þær mættu í Fjallakofann í gær og ræddu hvað þarf að koma með í Ljósafossinn í dag. Guðný hefur farið víða fyrir Ljósið þessa viku til þess að vekja athygli á hvað endurhæfingin skiptir gríðarlega miklu máli þegar maður fer í gegnum krabbameinsmeðferð
Nú styttist óðfluga í Ljósafossinn okkar árlega og það veitir okkur mikla gleði að sjá hversu margir eru að stefna að því að lýsa upp myrkrið í Esjunni með okkur. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður og alþingiskona, hefur að undanförnu sótt þjónustu til okkar í Ljósið og þegar umræðan um árlegu vetrargönguna okkar á Esjuna bar á góma var hún ekki lengi
Í ár ætlum við að lýsa upp Esjuna í 10. skiptið og vekja þannig athygli á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Okkur finnst ótrúlegt að horfa til baka og vera minnt á hvað fólk getur áorkað miklu ef viljinn er fyrir hendi en það birtist ekki bara í endurhæfingunni okkar heldur einnig í viðburði eins og þessum.
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 16. nóvember næstkomandi. Í ár fögnum við 10 ára afmæli Esjuævintýranna okkar og ætlum því að hafa enn meira húllumhæ áður en við förum í fjallið. Eins og alltaf hittumst við við Esjustofu og við byrjum að hita upp klukkan 15:00 þegar Ari Eldjárn stígur á svið og lætur
„Okkur varð hugsað til Ljóssins því það er einn af þessum stöðum þar sem maður sér berum augum í hvað gjafirnar fara í. Við búum í hverfinu og höfum líka verið aðstandendur fólks sem hefur sótt þjónustu í Ljósið. Það skiptir máli að styðja við svona starf“ sagði Halldór Hreinsson þegar Birna Markús, íþróttafræðingur í Ljósinu tók á móti 60
Rakel, Sara Líf, Arnar Leó og Karítas Mía eru kraftmikil fjölskylda sem ber hlýjar taugar til Ljóssins. Rakel er dóttir Þorsteins Jakobssonar sem er forsprakki Esjugöngunnar og því eiga þau ekki langt að sækja ævintýraþránna og drifkraftinn. Í tilefni Ljósafossins okkar niður Esjuna kíktu þau við hjá okkur á Langholtsveginum og spjölluðu við okkur um afhverju þau taka þátt á
Athugið uppfærð dagsetning! Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 1. desember næstkomandi. Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 15:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Björgunarsveitin