Frá árinu 2014 hefur Heilsa hf. styrkt ákveðin verkefni í gegnum bætiefnalínu Gula miðans. Í ár nýtur Ljósið stuðningsins sem er veglegur og kunnum við Heilsu hf. okkar bestu þakkir fyrir að styrkja starfsemina með þessu frábæra framlagi. Bætiefnalína gula miðans, sem er í rauninni bleikur, samanstendur af þremur vörutegunum; Acidophilus plús, D3 vítamín og Múlti vít og renna 250
Lokað verður í Ljósinu miðvikudaginn 29. fimmtudaginn 30. og föstudaginn 31. ágúst vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur mánudaginn 3. september með glóðvolgri, nýrri og spennandi stundaskrá. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemin hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort hér á síðunni. Hlökkum til að koma fílefld til starfa á ný
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþon fer fram á laugardaginn kemur, þann 18. ágúst. Rétt tæplega 300 manns eru nú skráðir sem hlauparar fyrir Ljósið. Það verður að segjast að við erum hrærð yfir þessum mikla stuðningi og velvilja og erum innilega þakklátt öllum þeim sem hlaupa, styrkja með áheitum, verða í klappliðinu eða styðja við
Á sunnudaginn var, þann 17. júní hlaut forstöðukona Ljóssins Erna Magnúsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra. Ljósið er hugarfóstur Ernu og er hún því bæði hugmyndasmiður og stofnandi Ljóssins. Frá því að þessi litla ljóstýra fór að skína í starfsemi sem hófst í Neskirkju árið 2005 má segja að Ljósið hafi verið hennar fjórða barn, enda
Sú hefð hefur skapast að lokaganga útivistarhóps Ljóssins er farin á Esjuna og er það gjarnan síðasta gangan fyrir sumarfrí útivistarhópsins og síðasta miðvikudagsgangan í júní. Í ár er það miðvikudagurinn 27. júni sem gengið verður á Esjuna. Að þessu sinni verður lagt af stað frá Esjustofu í fjallið kl. 11 fyrir þá sem ætla upp að steini en þeir
Eitt af því sem gefur og gleður starfsfólk Ljóssins er að sjá þegar Ljósberar vaxa og dafna í þeim annars erfiðu og krefjandi verkefnum sem baráttan við krabbamein er. Þetta horfum við uppá á hverjum einasta degi og í dag er dásamlega gaman að segja frá einum slíkum Ljósbera. Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir hefur verið dugleg að nýta sér þá
Í frumkvöðlaáfanga í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ tóku þrjár ungar stúlkur sig til og hönnuðu og létu framleiða fyrir sig lyklakippu úr birkikrossvið. Á lyklakippuna er búið að skera út orðið ,,Bellator“ sem er latneska og þýðir hetja. Ástæðan fyrir valinu á þessu orði er sú að það er einkennandi fyrir þá sem eru að kljást við krabbamein. Allur ágóði af sölu
Heil og sæl Vegna mikillar aukningar í Ljósið þetta árið leitum við nú eftir stuðningi landsmanna. Endurhæfing- og stuðningur eykur lífsgæði og virkni í daglegu lífi krabbameinsgreindra og frjáls framlög eru okkar líflína til að halda þeirri starfsemi áfram og vaxa í takt við aukna aðsókn. Því er hafin símasöfnun til að efla endurhæfingu- og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur
Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði
Ljósið var einn af þeim aðilum sem stóðu að málþingi um endurhæfingu krabbameinsgreindra sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 3. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þeir sem standa að endurhæfingu krabbameinsgreindra koma saman og ræða málin opinskátt. Allir endurhæfingaraðilarnir eru sammála því að mikil þörf sé á að samræma og skilgreina allt ferlið þegar