Fréttir

27
nóv
2024

Prjónað fyrir Frú Ragnheiði

Prjón, hekl og útsaumshópur Ljóssins er þjónusta fyrir krabbameinsgreinda í endurhæfingu. Hópurinn hittist alla miðvikudagsmorgna og njóta þess að prjóna, hekla eða sauma út saman. Markmið hópsins er meðal annars að prjóna til góðs og gefa áfram til samfélagsins. Að þessu sinni hefur hópurinn síðustu mánuði prjónað húfur, vettlinga, sokka og trefla fyrir Frú Ragnheiði. Frú Ragnheiður er verkefni sem

Lesa meira

26
nóv
2024

Glæsilegur listamarkaður á Akranesi til styrktar Ljósinu

Dagana 30. nóvember og 1. desember mun listamarkaðurinn Gefum ljós fara fram á Akranesi þar sem listaverk frá hátt í 60 listamönnum verða til sölu. Markaðurinn er skipulagður af Smára Jónssyni, þjónustuþega í Ljósinu, og er allur ágóði af sölu verkanna ætlaður til að styðja við starfsemi Ljóssins. Fjölbreytt úrval listamanna Meðal þeirra sem leggja verkefninu lið eru nokkrir af

Lesa meira

26
nóv
2024

Pop Up tími í bandvefslosun

Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og núna í næstu viku ætlar hin frábæra Hekla Guðmundsdóttir að koma til okkar og vera með “Pop-up” tíma í bandvefslosun með boltum. Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína

Lesa meira

26
nóv
2024

Konur 46 ára og eldri hittast í High Tea

Þann 3. desember ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast í High Tea á Vox veitingastað, Hilton Reykjavík Nordica.  Við hittumst við inngang/arinstofu Vox kl. 13:00 og gæðum okkur svo á veitingum. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn. Verðmiðinn er 4.500kr með öllu inniföldu og fer skráning og greiðsla fram í móttöku Ljóssins út 2.

Lesa meira

22
nóv
2024

Lionsklúbburinn Æsa úr Njarðvík færði Ljósinu hálfa milljón króna í styrk

Í dag færði Lionsklúbburinn Æsa úr Njarðvík Ljósinu rausnarlegan styrk að upphæð 500.000 krónur. Afhendingin fór fram í húsakynnum Ljóssins þar sem fulltrúar Lionsklúbbsins afhentu framlagið formlega. Ljósinu hefur lengi verið falið mikilvægt hlutverk í lífi þeirra sem glíma við krabbamein og fjölskyldna þeirra og mun styrkurinn koma að mjög góðum notum. Formaður Lionsklúbbsins Æsu, Guðrún Snæbjört, sagði í stuttu

Lesa meira

20
nóv
2024

Jólatónleikar til styrktar Ljósinu

Þann 1. desember heldur Gospelkór Jóns Vídalíns og Vídalínskirkja jóla- og styrktartónleika þar sem allur ágóði af miðasölu rennur til Ljóssins. Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 1. desember kl. 20:00 í Vídalínskirkju í Garðabæ, Kirkjulundi 3. Miðinn kostar 4.000kr og fer miðasala fram á www.gardasokn.is Við hvetjum öll til að gera sér dagamun og hefja jólamánuðinn á fallegum tónleikum sem styðja

Lesa meira

18
nóv
2024

Jólakonfektssala til fyrirtækja og stofnanna

Góðan daginn kæru vinir, Jólakonfektssala Ljóssins til fyrirtækja og stofnanna er hafin og bjóðum við úrvalskonfekt frá Freyju til sölu. Freyja endurvakti í fyrra konfektmola sem voru fyrst framleiddir árið 1918. Molarnir einkennast því af nýsköpun, einstöku handbragði og aldagamalli hefð. Konfektið kemur í fallegri öskju (450gr) og kostar 4.990 kr. m/vsk. Lágmarkspöntun er 10 öskjur og er sendingarkostnaður innifalin.

Lesa meira

18
nóv
2024

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars styrkir Ljósið

Í síðustu viku fengum við heimsókn frá góðu fólki í Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Tilefni heimsóknarinnar var til að færa Ljósinu fjárstyrk en í Byggingarfélaginu hefur fjöldi starfsmanna þurft að sækja sér þjónustu og endurhæfingu til Ljóssins í krabbameinsmeðferð. Byggingarfélagið segist með glöðu geði styrkja starfsemi Ljóssins og segja það sinna afar mikilvægu hlutverki í bataferli þeirra sem greinast með

Lesa meira

15
nóv
2024

Lionsklúbburinn Keilir styrkir Ljósið með sölu súkkulaðidagatala

Lionsklúbburinn Keilir hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi Ljóssins með því að selja súkkulaðidagatöl fyrir jólin 2024. Ágóði af sölunni mun renna til Ljóssins og Krabbameinsfélags Íslands. Þetta verkefni er liður í 50 ára afmælisundirbúningi Lionsklúbbsins Keilis, sem verður haldið hátíðlegt í apríl 2025.   Salan er hafin! Við hvetjum alla landsmenn til að

Lesa meira

15
nóv
2024

Söfnuðu 100.000 krónum til styrktar Ljósinu á Bleika deginum

Þann 23. október síðastliðinn hittust fimm pör til golfleiks á Villa Martin golfvellinum á Spáni. Í tilefni Bleika dagsins ákváðu þátttakendur að klæðast bleiku og nýta tækifærið til að styðja gott málefni. Valið varð Ljósið, og gekk viðburðurinn vonum framar. Alls söfnuðust 100.000 krónur! „Ljósið hefur unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem hafa þurft að takast á við krabbamein og

Lesa meira