Fréttir

15
maí
2024

Árleg fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudaginn 12. júní

Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 12. júní.  Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk

Lesa meira

15
maí
2024

Ljósið heimsótti Íslandsbanka á starfsdegi

Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun. Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu

Lesa meira

14
maí
2024

Lionsklúbburinn Víðarr styrkir Ljósið 

Á dögunum var Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins boðið að sækja Lionsklúbbinn Víðarr heim. Þar afhenti Þórarinn Árnason Ljósinu eina milljón króna í styrk. Við þökkum Lionsklúbbnum Víðarr innilega fyrir þetta veglega framlag og mun styrkurinn sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.

7
maí
2024

Varst þú að greinast?

Spjall og styrking eru opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein og er vettvangur til að hitta aðra í sambærilegum aðstæðum og fá stutta fræðslu um margvísleg málefni og umræður um bjargráð. Tækifæri gefst fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Markmið námskeiðisins er að þau sem nýgreind

Lesa meira

7
maí
2024

Skeggfjélag Reykjavíkur og nágrennis safnaði fyrir Ljósið

Við fengum til okkar góða gesti frá Skeggfjélagi Reykjavíkur og nágrennis á dögunum. Þeir Jón Baldur Bogason og Haukur Heiðar Steingrímsson komu færandi hendi með góðan styrk sem safnaðist í  Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti 2024. Keppt var í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi: yfirvaraskegg – fullt skegg – hálfskegg – skegg með frjálsri aðferð. Virkilega skemmtilegt framtak og sendum við þeim

Lesa meira

3
maí
2024

Lokað í Ljósinu föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí

Kæru vinir, Það verður lokað hér í Ljósinu, föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Við hvetjum ykkur til að huga vel að heilsunni, fara jafnvel í göngu og njóta sumarblíðunnar. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í Ljósinu þriðjudaginn 14.maí.   Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins  

2
maí
2024

16-25 ára hittast í Ljósinu

Mánudaginn næstkomandi 6. maí kl. 16:00-18:00 verður hittingur fyrir 16-25 ára sem nýlega hafa greinst með eða verið í meðferð við krabbameini sl. 2 ár. Jafningjastuðningur er mikilvægur partur af starfsemi Ljóssins og er markmiðið að hópurinn fái að hafa áhrif á hvernig fyrirkomulag hópsins verður. Planið er að hafa þennan fyrsta hitting í húsi til að kynnast og ræða hvernig

Lesa meira

25
apr
2024

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur á þessum fyrsta degi sumars. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum, í sumar.  

24
apr
2024

Heimsókn í Ásmundarsal

Konur 46 ára og eldri hittast þriðjudaginn 7. maí kl. 13:00 í Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Að þessu sinni munum við kynnast ungum og framsæknum listamanni sem heitir Pétur Geir en honum var boðið að sýna á listahátíð í Ásmundarsal. Hann mun gefa okkur leiðsögn og segja okkur frá sköpunarferlinu og við fáum okkur svo kaffi saman á kaffihúsi safnsins

Lesa meira

23
apr
2024

Aðalfundur Ljóssins 2024

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn þriðjudaginn 7. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins