Það var glatt á hjalla á Grandhóteli fyrr í vikunni þegar Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og Alzheimersamtökin tóku við veglegum styrkjum frá Hárgreiðslumeistarafélagi Íslands. Fyrr í mánuðinum var sú ákvörðun tekin að slíta skyldi félaginu og að fjármunir úr sjóði félagsins myndu renna til mikilvægra málefna. Þótti við hæfi að fyrir valinu yrðu félög sem leidd eru af konum en
Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það
Kæru vinir, Á morgun, þriðjudaginn 7. febrúar, verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í morgunsárið. Við biðjum ykkur öll um að fara varlega en ef þið eigið bókaðan tíma hjá okkur í Ljósinu og eruð ekki að treysta ykkur úr húsi þá má alltaf senda okkur póst á mottaka@ljosid.is. Við verðum í bandi í kjölfarið með nýja tímasetningu. Kærleikskveðja, Starfsfólk Ljóssins
Miðvikudaginn 8. febrúar klukkan 18:30 bjóða Ljósið og Kraftur ungum mönnum í mat og minigolf í Minigarðinum í Skútuvogi. Vonumst til að sjá sem allra flesta og eiga gott kvöld. Skráning fer fram í viðburðinum á Facebook – Smelltu hér!
Heil og sæl kæru vinir, Því miður fellur fræðsla dagsins í fræðsluröðinni Samtalið heim, niður í dag. Næsta fræðsla verður mánudaginn 27. febrúar en þá mun Elín Kristín, sálfræðiráðgjafi fjalla um erfiðar hugsanir, streitu og bjargráð. Hægt er að lesa meira og skrá sig hér.
Í dag hefst uppboð á fallegum handmótuðum kuðungsvasa úr smiðju leirlistakonunnar Melkorku Matthíasdóttur en hluti af upphæðinni sem safnast rennur til Ljóssins. Melkorka vill að Ljósið njóti hluta upphæðarinnar en leirnum kynntist Melkorka fyrir alvöru þegar hún sat námskeið í Ljósinu eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir 6 árum. „Þessi kuðungsvasi sameinar margt í mínu lífi. Ammonítinn (steingervingur) vísar
Kæru vinir, Við hvetjum alla sem þurfa nauðsynlega að afbóka tíma í líkamlegri endurhæfingu að senda póst á netfangið mottaka@ljosid.is. Með þessu viljum við tryggja að allar afbókanir berist þar sem mikið álag hefur verið á símakerfi Ljóssins. Hver tími er dýrmætur og mikilvægt að við getum fyllt upp í þá tíma sem losna. Aðrar almennar fyrirspurnir berist á ljosid@ljosid.is
Næstkomandi fimmtudag, 26. janúar klukkan 11:00, ætla karlmenn á aldrinum 16-45 að hittast í hópatíma í tækjasal Ljóssins. Í kjölfarið býður Ljósið hópnum í hádegismat í Grænasal. Vonum að við sjáum ykkur sem flesta. Bkv, Stefán og Mark
Kæru vinir, Næstu mánaðarmót verður breyting á verðskrá Ljóssins. Frá upphafi höfum við lagt höfuð áhersla á að halda verðum í lágmarki og erum stolt af því að bjóða þjónustuþegum viðtöl við fagaðila, fræðslunámskeið og líkamlega endurhæfingu endurgjaldslaust. Samhliða hækkun á verði á aðföngum og auknum launakostnaði í samfélaginu sjáum við okkur knúin til að hækka lítillega þá þjónustuliði sem
Gleðilegt ár kæru vinir, Að vanda hefjum við nýja árið með skipulags- og starfsdögum, og er Ljósið því lokað 2. – 4. janúar. Við opnum aftur 5.janúar. Nýárskveðjur frá starfsfólki Ljóssins