Kæru vinir, Á morgun, laugardaginn 1.júlí hefst formlega samstarfsmánuður Nettó og Ljóssins. Júlímánuður verður helgaður Ljósinu í Nettó í þessu spennandi samstarfsverkefni. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar krabbameinsgreindra og á sama tíma safna fyrir Ljósið. Komdu og fagnaðu með okkur í nýrri Nettó verslun í Engihjalla. Grill, ís, lukkuhjól og fleira á staðnum. Fulltrúar Ljóssins verða
Erna Magnúsdóttir tók á móti veglegum styrk í vikunni þegar Guðlaugur Magnússon leit við í Ljósið. Upphæðin safnaðist á Sólstöðumóti Lauga til styrktar Ljósinu sem haldið var fyrr í mánuðinum. Mótið fór fram á Grafarholtsvelli og rann allur ágóði óskiptur til Ljóssins. Við þökkum Lauga og öllum þeim styrktaraðilum sem komu að þessu fallega framtaki fyrir stuðninginn. Myndirnar tala sínu máli,
Renata Agnes Edwardsdóttir er myndlistakona og listmeðferðarfræðingur. Hún hefur undanfarið sótt endurhæfingu í Ljósið og gefur nú miðstöðinni þrjú verk úr sinni smiðju til styrktarsölu. Í verkum sínum varpar hún ljósi á konu eftir brjóstnám í baráttu við áfallið, líkamsbreytingar og tilfinningasveiflur. Verkið minnir konur á sterkan kjarna, jákvætt hugarfar og von sem býr innra með þeim í baráttu við
Kæru vinir, Nú er verið að gera fínt hjá okkur á Langholtsveginum og stendur til að sópa götuna í dag. Við biðjum ykkur vinsamlegast að leggja ekki bílum við götuna í dag. Það eru stæði við Langholtsskóla og KFUM. Með fyrirfram þökk, Starfsfólk Ljóssins
Föstudaginn 23.júní næstkomandi heldur Guðlaugur Magnússon sólstöðumót Lauga til styrktar Ljóssins. Mótið verður haldið á Grafarholtsvelli,þar sem ræst verður út kl. 19:20. Spilaðar verða 18 holur og hámarksforgjöf er 30 fyrir öll kyn. Golfklúbbur Reykjavíkur styrkir mótið með afnot af vellinum. Mótið er eingöngu styrktarmót og rennur allur ágóði óskiptur til Ljóssins. Mótsgjald er 10.000 krónur. Verðlaunaafhending verður kl.23:30 við
Það má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd í árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins í síðustu viku þegar flottur hópur þjónustuþega, aðstandenda og velgjörðarfólks Ljóssins gekk saman í kringum Hvaleyrarvatn. Andlitsmálning barnanna mætti á svæðið og skreytti unga sem aldna, þjálfarateymið stýrði upphitun og starfsfólk Ljóssins passaði upp á að allir færu á sínum hraða, og að göngu lokinni
Þann 8. júní næstkomandi höldum við okkar árlegu fjölskyldugöngu. Við förum á nýjar slóðir í ár, en nú er gengið í kringum Hvaleyrarvatn. Við hittumst við vestara bílastæði klukkan 11:00. Gangan hefst með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur
Í morgun fengum við góða gesti þegar fulltrúar Pólýfónfélagsins og fyrrum kórsystkini í Pólýfónkórnum færðu Ljósinu styrk. Upphæðin safnaðist í kjölfar söfnunar sem Guðmundur Guðbrandsson efndi til meðal fyrrum kórmeðlima í tilefni 100 afmælis Ingólfs Guðbrandssonar. Ingólfur Guðbrandsson var, eins og margir vita, kórstjóri og driffjöður Pólýfónkórsins í áratugi. Hann hefði orðið 100 ára nú í mars og hafa því
Í síðustu viku settum við í loftið nýja herferð með heitið Klukk, þú ert’ann. Líkt og margir vita er kjarninn í herferðinni myndaband og ljósmyndir sem sýna á tregafullan hátt þá átakanlegu staðreynd að einn af hverjum þremur mun greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Verkefnið er unnið í samstarfi við aragrúa góðra aðila sem leggja málefninu lið með margvíslegum hætti.
Við erum í skýjunum eftir hvort í senn notalega og hátíðlega stund þegar ný herferð var frumsýnd í húsnæði Ljóssins í gær. Frú Eliza Reid verndari verkefnisins ýtti herferðinni úr vör og tónlistarkonan Lay Low spilaði ljúfa tóna. Við þökkum öllum sem nutu þessarar stundar með okkur fyrir komuna.