Heilsuefling Spennandi fræðslutímar um heilsu og lífsstíl. Námskeiðið byrjar 2. febrúar og eru skipulagðir fræðslutímar út mars. Markmið: Kynntar verða ýmsar hugmyndir, kenningar og vangaveltur um heilsu. Kynning á hvernig takast á við breytingar í lífinu, lífsviðhorf rætt, sjálfstraust, geðorðin 10 tekin fyrir, markmiðssetning og óskaspjöld, auk þess sem bjargráð verða í brennidepli. Hvert umræðuefni verður kynnt í byrjun
Spilaklúbbur föstudögum kl 13:30 – 16:00 Markmið spilahópsins .Eiga ánægulega og skemmtilega stund saman til þess að koma okkur í gott skap fyrir helgina.Ræða um hvaða spil gæti verið gaman að spila – fá hugmyndir hópmeðlima að spilum hvort sem er borðspil eða venjuleg spil.„Kenna/læra“ mismunandi spil sem ýmist ég kenni eða aðrir meðlimir hópsins.
Minnum á að fluguhnýtingarnar byrja aftur þriðjudaginn 13. febrúar kl:19.30
Gleðilegt ár með þökk fyrir það gamla Starfsemin fer á fullt á morgun þriðjudag 6 janúar. Við verðum með jógatímana kl. 10 og 11:10, gönguhópinn og handverkshúsið. Byrjum í leikfiminni á miðvikudag 7 jan. Ungliðahópurinn 50 ára og yngri byrjar á fimmtudag kl. 13:30 Það er nú þegar hægt að panta tíma í heildrænt nudd. Það verður smá breyting á
Ljósið endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra sendir bestu óskir um gleðilega jólahátíð,og farsæld á komandi ári megi ljós og friður lifa með okkur öllum Jólakveðjur Starfsfólk Ljóssins
Okkur langar að koma eftirfarandi á framfæri: Fluguhnýtingarhópurinn er kominn í jólafrí, en byrjar aftur þriðjudaginn 13 janúar kl. 19:30. Hugleiðsla með Lótushúsi verður í síðasta skipti fyrir jól föstudaginn 19 des kl. 12:30.
Það verður sannkölluð jólastemning hjá okkur á morgunn fimmtudag, kl 13:30 verður lesin jólasagan Hlutaveikin eftir þórarinn Eldjárn, sem er fyndin og skemmtileg jólasaga fyrir alla aldurshópa. Það tekur um 20-25 mínútur að lesa hana. Heitt kakó og smákökur á eftir. Endilega takið fjölskyldumeðlimi með. Sú sem les heitir Guðfinna Rúnarsdóttir og langar hana að gefa Ljósinu þennan upplestur í
Því miður fellur niður tíminn með Himnesku Sollu í fyrramálið. En það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og allir velkomnir að kíkja í kaffi svo er Handverkshúsið alltaf opið ef þið viljið koma og búa til eitthvað sætt í jólagjafir.
Fimmtudaginn 4. desember kl. 13:30 Leitin að bættri líðan með Halldóru Sigurdórsdóttur Spennandi fyrirlestur, allir velkomnir Halldóra stóð frammi fyrir vandamáli sem hún vissi ekki hvernig ætti að lifa með og hvað þá hvernig ætti að leysa. Halldóru hefur lærst það augljósa á liðnum árum, að maðurinn ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi og um leið eigin líðan. Hann fær
Þessi unga snót, Alexandra Þorsteinsdóttir átti 11 ára afmæli fyrir stuttu. Hún óskaði ekki eftir gjöfum, en bað um peninga í afmælisgjöf sem hún gaf til styrktar Ljósinu. Við þökkum Alexöndru innilega fyrir höfðinglega gjöf.