Ljósið og Skeljungur

skeljungur-logo.gif

                              

 

 

Við höfum nú gert samning við Skeljung þar sem þeir gefa ykkur 3 krónur í afslátt af hverjum lítra en Ljósið fær 2 krónur til að safna fyrir varanlegu húsnæði.  Lyklarnir eru hérna hjá okkur í Ljósinu svo endilega komið og sækið ykkur lykla.  Má einnig taka fyrir alla fjölskylduna og vini.  Því fleiri lyklar sem fara út, því meiri notkun og við söfnum fljótt og vel fyrir húsinu okkar og allir græða.

Ljósið er 5 ára þetta árið og því tilvalið að stuðla að framtíðaröryggi svo það komi til með að lifa a.m.k næstu 100 árin.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu, smellið hér til að lesa auglýsingu, opnast í pdf

Endilega sendið áfram á þá sem þið þekkið og vilja styrkja gott málefni.  En ath það þarf að sækja lyklana hingað því þeir eru forritaðir fyrir Ljósið. Þeir eru ekki tengdir debet eða kreditkorti heldur notaðir áður en kortið er sett í.

                                                                                             orkan-lykill.png

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.