Laugardaginn 26.maí, ætlum að ganga á Helgarfellið í hrauninu ofan við Hafnarfjörð. Hittumst við girðinguna við Kaldársel kl.10.45 og gangan hefst kl.11.00. Auðveldasta leiðin verður farin svo allir geti verið með. Tilefnið er að Steini göngugarpur ætlar að toppa 12 fjöll á 17 tímum og Helgarfellið verður síðasti fjallið og ætlum við því að verða honum samferða. Hvetjum
Hjördís Geirsdóttir hin skemmmtilega söngkona kemur aftur í Ljósið og nú með flottan hóp með sér sem kalla sig Hafmeyjurnar Þær mæta á hressar og kátar miðvikudaginn 16. maí. kl :13.30 Allir velkomnir
Kvennakór Háskólans í Manitoba undir stjórn Dr. Elroy Friesen kemur í Ljósið miðvikudaginn 2.maí kl: 13.30 og ætlar að syngja fyrir ljósbera og gesti. Endilega kíkið í kósý stemningu og hlustið á Kanadíska tóna. Kaffi og meðlæti. Smelltu hér til að sjá auglýsingu frá kórnum.
Bendum á að ný handverksnámskeið sem eru að fara af stað aftur, þið sem eruð nú þegar á þessum námskeiðum eruð velkomin áfram…. sjá nánar um námskeiðin hér neðar…….
D – vítamín Fyrirlestur í Ljósinu mánudaginn 16. apríl kl 11:00 Það komust færri að en vildu síðast og því endutökum við þennan frábæra fyrirlestur Hlutverk D-vítamíns í líkamanum. Af hverju þurfum við að taka D-vítamín? Nú er mikið talað um D-vítamín og gagnsemi þess. Guðbjörg Ludvigsdóttir, endurhæfingarlæknir og ljósberi ætlar að fræða okkur um þessa hluti.
Vekjum athygli á að nýjum námskeiðum í Heilsueflingu, Að virkja eigin kraft og Styrking vonar og lífskrafts, (námskeið fyrir fólk sem hefur greinst aftur eða er langveikt), hefjast eftir páska ~ sjá allt um námskeiðin neðar á síðunni. Einnig byrja ný barnanámskeið eftir páska, við munum auglýsa dagsetningu á þeim síðar.
Minnum á námskeiðið í Heilsueflingu hefst 4.apríl, Námskeiðið er í 9 vikur – fimmtudagar frá kl: 13.00 – 15.00 Umsjón hefur Berglind Kristinsdottir iðjuþjálfi auk gestafyrirlesara Heilsueflingarnámskeiðið hefur verið mjög vinsælt og látið mjög vel af því. Lesið meira um námskeiðið hér
Ný síða fór í loftið á dögunum sem heitir Skurðlækning Brjótakrabbameina á Landspítala, þar er að finna upplýsingar fyrir konur sem greinast með brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra. Síðunni er ætlað að vera viðbót við þær upplýsingar sem veittar eru í viðtölum við lækna og hjúkrunarfræðinga. Smellu hér til að fara inná síðuna
Aníta Berglind Einarsdóttir verður með námskeið í slæðuhnýtingum í Ljósinu, Þriðjudaginn 7.febrúar kl: 16.30 Slæður og buff á staðnum, einnig hægt að koma með sinar eigin slæður. Þetta verður skemmtileg stund – léttar veitingar í boði Vinsamlega hringið og látið vita af ykkur í síma 5613770
Ný námskeið í Handverkshúsi Ljóssins að hefjast smelltu hér til að skoða