Fréttir

24
ágú
2009

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram á laugardaginn þann 22.ágúst, þegar 11.487 hlauparar á öllum aldri hlupu um götur borgarinnar. Aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Það hlupu alls 164 fyrir Ljósið og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir stuðningin. Mikil stemming skapaðist hjá klappliði Ljóssins þetta árið eins og síðustu ár, og alltaf verður hópurinn fjölmennari. Það heyrðist sagt að

Lesa meira

19
júl
2009

Reykjavíkurmaraþon

Nú líður að árlega Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem verður þann 22 ágúst n.k, eins og undanfarin ár geta hlauparar hlaupið fyrir Ljósið á menningarnótt í íslandsbankahlaupinu.Á marathon.is er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir Ljósið. Endilega ef þið þekkið einhverja hlaupara að benda þeim á að hlaupa fyrir okkur, svo er hægt að heita á alla sem hlaupa fyrir Ljósið.

Lesa meira

3
apr
2009

Þið getið styrkt gott málefni.

Act ehf. er umboðsaðili Avon snyrtivara og Remington hársnyrtitækja. Við kaup á vörum frá Act ehf. mun renna rausnarleg upphæð af hverri sölu til Ljóssins sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.  Munið að við kaup þarf að nefna Ljósið. Avon hefur framleitt vandaðar snyrtivörur í yfir 120 ár.  Úrvalið er mikið, húðvörur, förðunarvörur, ilmvörur, hárvörur ofl.  Þið fáið

Lesa meira

11
mar
2009

Samfélagsverðlaun 2009 – Ásgarður

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir árið 2009 voru afhent þann  5.mars sl. við hátiðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu að viðstöddum forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.   Þar voru samankomnir allir sem tilnefndir voru til verðlaunanna þetta árið og var Ljósið eitt af þeim félögum sem tilnefnd voru. Samfélagsverðlaunin hlutu að þessu sinni Ásgarður og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þau, enda unnið frábært

Lesa meira

5
mar
2009

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2009

  Gaman er að segja frá því að Ljósið er tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðins 2009. Þetta er í fjórða sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Ferðlaunin eru veitt í fjórum flokkum en auk  þess eru veitt ein heiðursverðlaun. Lesendur blaðsins sendu inn vel á fjórða hundrað tilnefninga í janúar.  Dómnefnd um Samfélagsverðlaunin vann úr tilnefningunum og eru nú fimm útnefndir í

Lesa meira

24
feb
2009

Menningarferð

 Menningarferð febrúarmánaðar verður farin til Auðar Gísladóttir, sem er listamaður í steinamálun. Hún ætlar að taka á móti okkur í vinnustofu sinni sem er í kjallaranum á heimili hennar að Vallarbarði 19, Hafnarfirði, miðvikudaginn 25 febrúar kl:11.00 Við leggjum að stað frá Ljósinu kl:10.30, einnig er hægt að hitta okkur á staðnum. Vinsamlega skráið þátttöku í Ljósinu.

17
feb
2009

Fyrirlestur í Ljósinu

Frá foreldrum til foreldra Eva Yngvadóttir og Margrét Friðriksdóttir ungar mæður,  fjalla um reynslu af veikindum pabbans á heimilinu sem greindist með krabbamein Fimmtudaginn 19 febrúar kl. 13:30 Fræðslan er  skref til að vekja upp umræður um líðan barna þegar foreldri greinist með krabbamein. Fjallað verður um hvernig við getum styrkt hvert annað sem foreldrar til þess að mæta börnum

Lesa meira

12
feb
2009

Fyrirlestur í Ljósinu með Guðjóni Bergmann

  Föstudaginn 13 febrúar kl. 11:00-12:00 heldur Guðjón Bergmann fyrirlestur í Ljósinu, Langholtsvegi 43. Hann mun tala um mismunandi leiðir til að eiga við andlegan og líkamlega sársauka – ræða um það hversu miklu máli hugarfarið skiptir og hvaða áhrif það getur haft. Guðjón er Ljósberum kunnur fyrir vandaða fyrirlestra og góð sjálfstyrkingarnámskeið. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

22
jan
2009

Nýtt fyrir karlmenn

Smelltu á myndina til að skoða betur, opnast í pdf.

18
jan
2009

Matarklúbbur Ljóssins

  Miðvikudaginn 21. janúar ætlum við að byrja með matarklúbbin okkar, sem við köllum matur og næring. Við ætlum bæði að elda eitthvað skemmtilegt og spennandi saman, einnig verðum við með fræðslu um mataræði og næringu.  Við munum fá til okkar fólk með ýmsa góða fræðslu og kennslu í næringarfræðum og einnig í hollri matargerð. Matarklúbburinn ætlar að hittast fyrsta

Lesa meira