Það var kátt á hjalla í Ljósinu í dag þegar Dr. Patti Hill, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, heimsótti Ljósið ásamt fríðu föruneyti. Tilefni heimsóknarinnar var formleg afhending Lionsklúbbsins Njarðar á þremur glæsilegum göngubrettum sem Ljósið hefur fengið að gjöf frá klúbbnum. Samhliða heimsókninni afhenti Dr. Patti, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastýru Ljóssins, sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og framlag Ljóssins til íslensks samfélag. Við sendum
Fimmtudaginn 6. júní klukkan 17 hittast ljósberar 25 ára og yngri á Kaffi Laugalæk (Laugarnesvegi 74a) í spjall og kaffi. Markmið hópsins er að skapa vettvang þar sem mjög ungir ljósberar geta hist, spjallað og gert skemmtilega hluti saman á jafningjagrundvelli. Ekki er nauðsynlegt að vera í þjónustu hjá Ljósinu til að mæta, öll 25 ára og yngri sem eru
Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 12. júní. Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk
Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun. Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu
Á dögunum var Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins boðið að sækja Lionsklúbbinn Víðarr heim. Þar afhenti Þórarinn Árnason Ljósinu eina milljón króna í styrk. Við þökkum Lionsklúbbnum Víðarr innilega fyrir þetta veglega framlag og mun styrkurinn sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.
Spjall og styrking eru opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein og er vettvangur til að hitta aðra í sambærilegum aðstæðum og fá stutta fræðslu um margvísleg málefni og umræður um bjargráð. Tækifæri gefst fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Markmið námskeiðisins er að þau sem nýgreind
Við fengum til okkar góða gesti frá Skeggfjélagi Reykjavíkur og nágrennis á dögunum. Þeir Jón Baldur Bogason og Haukur Heiðar Steingrímsson komu færandi hendi með góðan styrk sem safnaðist í Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti 2024. Keppt var í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi: yfirvaraskegg – fullt skegg – hálfskegg – skegg með frjálsri aðferð. Virkilega skemmtilegt framtak og sendum við þeim
Kæru vinir, Það verður lokað hér í Ljósinu, föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Við hvetjum ykkur til að huga vel að heilsunni, fara jafnvel í göngu og njóta sumarblíðunnar. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í Ljósinu þriðjudaginn 14.maí. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Mánudaginn næstkomandi 6. maí kl. 16:00-18:00 verður hittingur fyrir 16-25 ára sem nýlega hafa greinst með eða verið í meðferð við krabbameini sl. 2 ár. Jafningjastuðningur er mikilvægur partur af starfsemi Ljóssins og er markmiðið að hópurinn fái að hafa áhrif á hvernig fyrirkomulag hópsins verður. Planið er að hafa þennan fyrsta hitting í húsi til að kynnast og ræða hvernig
Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur á þessum fyrsta degi sumars. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum, í sumar.