Aðlögunarleiðir eru margar og misjafnlega hjálplegar þegar veikindi eins og krabbamein eru annars vegar.
Aðlögun er oft skilgreint sem aðferð, hugsun eða gjörð, meðvitaða til að minnka streituna sem bundin er við atburð eða aðstæður.

Aðlögunargeta fjölskyldunnar er margbreytileg en þróast líka með tímanum. Reynslan sýnir að þær fjölskyldur sem leita sér upplýsinga, leysa vandamál og taka virkan þátt í ákvörðunum um læknismeðferð gengur betur að þrauka og aðlagast sjúkdómi og meðferð.

Að forðast umræður um sjúkdóminn virðist hinsvegar valda auknum erfiðleikum.

Aðrir möguleikar eins og að viðurkenna raunveruleikann, setja vitræna merkingu við erfiðan atburð og tileinka sér skynsamlegar útskýringar eru aðferðir sem geta verið gagnlegar hjá mörgum fjölskyldum.

Rannsóknir sýna að þeir þættir sem hafa reynst hjálplegir í aðlögunarferli fjölskyldunnar eru:

  • opinská samskipti
  • sveigjanleiki
  • trygglyndi
  • úthald
  • tillitsemi
  • baráttuhugur
  • sjálfsbjörgun

Þrautseigja og þolgæði
Þrautseigja er líka mikilvæg þegar fjölskylda er að fást við útbreitt krabbamein sem ekki er hægt að bera saman við kröfur á hefðbundnu lífi. Að halda út og þrauka erfiðan tíma og jafnvel einhver ár er erfiðara en margur heldur. Þá er mikilvægt að leyta sér stuðning, viðhalda því sem er hjálplegt og gefa sér tíma. Fjölskyldan leitast við að ná jafnvægi og áttum aftur.
Talið er að krabbamein hafi í för með sér viðhorfs- og gildisbreytingu hjá öllum fjölskyldumeðlimum til lífstíðar.