Uncategorized

15
nóv
2011

Handverkssala Ljóssins 2011

  Ath rétt heimilisfang á Þróttaraheimilinu er ENGJAVEGUR  7 beint á móti Laugardalshöllinni   Undirbúningur er í fullum gangi fyrir glæsilega handverkssölu – verður sú flottasta til þessa.Fallegt handverk,gómsætar sultur, ofursætur kökubasar, ilmandi vöfflukaffi og margt margt fleira, en ekki má gleyma yndislegri jólastemmingu með söng og tónlist. Hlökkum til að sjá ykkur Minnum á nýja staðsetningu –  Þróttaraheimilið –

Lesa meira

27
okt
2011

Góðar fréttir úr Ljósinu…

Húsið er okkar !   Þann 19. október sl. festi stjórn Ljóssins kaup á húsnæðinu á Langholtsvegi 43. Þar með er framtíðarhúsnæði undir starfsemina tryggt. Fyrir 6 árum var stofnaður húsnæðis- og minningarsjóður um Eyjólf Sigurðsson sem lést í júlí 2006. Það má með sanni segja að íslenska þjóðin hafi fært okkur eignina í gegnum ýmis söfnunarverkefni og má þar

Lesa meira

11
okt
2011

Morgunverðarfundur fyrir karlmenn

   Létt og skemmtilegt spjall með Matta Osvald   Á morgunn miðvikudag 12.okt kl: 8.15 – 9.30   

11
okt
2011

Fjallakofinn styrkir Ljósið

      Fjallakofinn er verslun með hágæða útivistarvörur og Fjallakofinn styrkir 400 tinda göngu Steina göngugarps og Ljósið í leiðinni. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðningin.  

11
okt
2011

Fluguhnýtingar

  Fluguhnýtingarnar byrja aftur eftir sumarfrí í kvöld 11.okt ,og verða í vetur á þriðjudagskvöldum kl:19.30   Skemmtilegt kvöld að hittast og undirbúa næsta veiðisumar.  

30
ágú
2011

Námskeið fyrir fjölskyldur

Þar sem fjölskyldumeðlimur hefur greinst með krabbamein og börn þeirra (ca: 6-10 ára). Tilvalið fyrir mömmur, pabba, eða viðkomandi uppalanda að staldra við og eiga góða stund með börnunum í tvo stutta daga og eignast sameiginlegar minningar. Farið verður í ýmiss skemmtileg verkefni og umræður um samvinnu, samskipti og upplifanir. Staðsetning: Ljósið, Langholtsvegi 43, Tími: Tveir laugardagar 1. okt og

Lesa meira

29
ágú
2011

Fyrirlestur – Streitulaust líf

Föstudaginn 2.sept. kl: 10.30 Snýst líf þitt um að ná endum saman? Einkennist líf þitt af þreytu og streitu? Áttu erfitt með að einbeita þér og ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur? Lifðu því lífi sem þú átt skilið. Lærðu að stjórna tilfinningum þínum, finndu styrkleika þína og hvað aftrar þér í að ná settum markmiðum. Streita er

Lesa meira

23
ágú
2011

Morgunverðarfundur fyrir karlmenn

  Vekjum athygli á morgunverðarfundi á miðvikudag 24.08  kl 8:00 fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein. Matti Osvald heilsufræðingur stýrir fundinum og ræðir um "fjórar stoðir heilbrigðrar karlmennsku".  Morgunbrauð og meðlæti. Endilega látið sjá ykkur, þetta er kjörið tækifæri til að hitta aðra karlmenn – fá fræðslu og spjalla saman.

16
ágú
2011

Innilegar þakkir til hlaupara og klappliðsins

Það var vaskur hópur hlaupara sem sprettu úr spori og hlupu fyrir Ljósið okkar í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn var.  Á hliðarlínunni var einnig stór hópur mættur til að hvetja og klappa fyrir hlaupurunum.  Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir.  LIFI LJÓSIÐ

31
maí
2011

Fyrirlestur

"Að ríkja yfir reiði" Fyrirlestur með Herdísi Jónasdóttir hjúkrunarfræðing. Miðvikudaginn 8 júní kl. 10:30 Megin viðfangsefni er: Skilgreining á reiði  Hvernig kemur reiðin Birtingarform reiði Afleiðingar reiði Leið til að ríkja yfir reiði Uppskera Erindið byrjar á léttri hugleiðslu og endar einnig þannig. Allir áhugasamir velkomnir