Fréttir

14
nóv
2025

Ljósafossinn er á morgun!

Tíminn flýgur áfram og á morgun er komið að hinni árlegu Ljósafossgöngu upp Esjuna. Við erum ótrúlega spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til! Við hittumst á bílastæðinu við Esjuna kl. 15:30 og leggjum af stað upp að Steini kl. 16:00. Munið að klæða ykkur í hlý föt, vera í góðum gönguskóm og taka höfuðljós fyrir

Lesa meira

13
nóv
2025

Lokað í líkamlegu endurhæfingunni 20. nóvember

Líkamlega endurhæfingin i Ljósinu verður lokuð fimmtudaginn, 20. nóvember, þar sem þjálfarar Ljóssins verða á heilbrigðisráðstefnu um endurhæfingu.  Þjálfurum Ljóssins þykir mikilvægt að fylgjast með nýjustu þróun og fræðslu í faginu, svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á bestu mögulegu endurhæfinguna og stuðninginn fyrir þjónustuþega Ljóssins. Takk fyrir skilninginn. Þjálfarar Ljóssins hlakka til að taka á móti ykkur

Lesa meira

11
nóv
2025

Ljósafossinn nálgast – lýsum upp Esjuna saman

Nú styttist í Ljósafossinn, sem fer fram laugardaginn næsta, 15. nóvember. Í ár verður Ljósafossinn enn glæsilegri en áður. Á svæðinu verður hinn vinsæli Möndluvagn með ilmandi möndlur og heitt kakó til sölu, þar sem 30-40% af verðinu rennur beint til Ljóssins. Ljósið verður einnig með falleg kerti til sölu, skreytt broti úr ljóði eftir Siggu Soffíu. Kertin kosta 4.500

Lesa meira

7
nóv
2025

Fyrsti blái trefillinn afhentur framkvæmdastýru Ljóssins

Krabbameinsfélagið Framför stendur í nóvember fyrir árlegu átaki til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli. Í tilefni átaksins tók Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, við fyrsta Bláa treflinum úr hendi Guðmundar Páls Ásgeirssonar, formanns Krabbameinsfélagsins Framför. Krabbameinsfélagið Framför starfrækir batasamfélag fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur þeirra, með áherslu á stuðningshópa, félagslega virkni og fræðslu sem

Lesa meira

6
nóv
2025

Höfuðljósin komin í hús fyrir Ljósafoss

Vinir okkar hjá Dynjanda hafa í fjölmörg ár sýnt Ljósinu hlýjan stuðning og komið færandi hendi með höfuðljós fyrir Ljósafossinn. Ljósin eru seld til styrktar Ljósinu og í ár bjóðum við upp á fjórar mismunandi gerðir af gæða höfuðljósum, sem eru bæði þægileg og fullkomin fyrir gönguna upp Esjuna. Ljósin eru nú komin í sölu í afgreiðslu Ljóssins og allur

Lesa meira

6
nóv
2025

Þóra Kristín styrkir Ljósið í tilefni 90 ára afmælisins

Þóra Kristín Filippusdóttir hélt upp á 90 ára afmælið sitt 31. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákvað hún að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir hennar styrktu Ljósið. Við í Ljósinu erum innilega þakklát fyrir þessa fallegu gjöf og kærleiksríku hugsun. Svona stuðningur skiptir okkur miklu máli. Við sendum Þóru innilegar hamingjuóskir með 90 ára afmælið og

Lesa meira

5
nóv
2025

90 ára afmæli tileinkað Ljósinu

Í tilefni af 90 ára afmæli sínu ákvað Ingibjörg Gígja Karlsdóttir að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir styrktu Ljósið. Samtals söfnuðust 280.000 krónur, sem Ingibjörg færði Ljósinu með hlýjum orðum: „Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um ókomin ár.“ Við í Ljósinu viljum hjartanlega þakka Ingibjörgu fyrir þessa fallegu gjöf og hlýju hugsun. Þessi stuðningur er

Lesa meira

5
nóv
2025

Sjóvá tvöfaldar styrk til Ljóssins í Ljósafossgöngunni

Við í Ljósinu erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug og stuðning sem við fáum frá Sjóvá, sem hefur staðið með Ljósinu í tengslum við Ljósafossinn síðustu ár. Í ár hefur Sjóvá ákveðið að tvöfalda styrk sinn og styrkja Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern þátttakanda sem mætir við Esjurætur laugardaginn 15. nóvember. Þessi rausnarlegi stuðningur mun hjálpa okkur að efla

Lesa meira

28
okt
2025

Tilkynning vegna veðurs

Ljósið lokar kl. 14:00 í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna veðurs. Við hvetjum alla til að fara varlega og eiga notalega og hlýja stund innandyra.

27
okt
2025

Opið hús í dag – Iðjuþjálfun í verki

Í dag, mánudaginn 27. október kl. 15:00-17:00, bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í opið hús í Ljósinu! Í tilefni þess að í dag er Alþjóðadagur iðjuþjálfa munu iðjuþjálfar Ljóssins kynna meðal annars jafnvægi á milli vinnu, tómstunda og hvíldar í daglegur lífi, auk þess að gefa ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu, skipulagningu, orkusparandi aðferðir, hlutverk aðstandenda í veikindum og ýmis konar

Lesa meira