Fréttir

24
okt
2024

Fram fyrir Ljósið – Treyjur og leikur til styrktar Ljósinu

Í samstarfi við Gunnar Hilmarsson og Errea, hefur Fram hafið sölu á einstökum búning til styrktar Ljósinu. Með verkefninu vill Fram sýna samkennd og stuðning við Ljósið. „Þetta er ekki bara hönnun – það er sameiningarafl fyrir samfélagið, merki um von og baráttu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og bjóða stuðningsmönnum okkar að vera

Lesa meira

24
okt
2024

Andhormónameðferð kvenna

Við bjóðum ykkur velkomin á næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim sem ætluð er þjónustuþegum Ljóssins og aðstandendum þeirra. Mánudaginn 28. október kl 16:30 verður fræðsluerindi um andhormónameðferð kvenna með Önnu Siggu, iðjuþjálfa og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur, krabbameinslækni. Líkamleg og andleg líðan getur breyst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa

Lesa meira

24
okt
2024

Tækjasalur lokaður 25.október

Við vekjum athygli á því að á morgun, föstudaginn 25. október verður tækjasalurinn lokaður þar sem þjálfararnir okkar eru að fara á ráðstefnu. Slökun kl. 9:00 fellur niður en jóga verður á sínum stað kl. 10:00 og kl. 11:00

24
okt
2024

Litlir sigrar, stór áhrif – Hvernig iðjuþjálfun eykur og viðheldur virkni, gleði og styrk

Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi

Lesa meira

23
okt
2024

Venjur og rútína þegar breytinga er þörf 

Venjur og rútína   Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur.   Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans

Lesa meira

18
okt
2024

Maraþonþakkir að uppskeruhátíð lokinni

Kæru vinir, Í gær lauk maraþongleðinni í ár formlega þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð. Frá Ljósinu mættu Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður, og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið safnaði mest allra félaga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2024. Lokaupphæðin var 22.833.176 krónur. Við sendum enn og

Lesa meira

16
okt
2024

Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað sjö millj­ón­um króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Nettó um átak í sam­starfi við Ljósið. Þetta er annað árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði, und­ir heit­inu „Kveikj­um Ljósið í júlí“ en í fyrra söfnuðust fimm millj­ón­ir kr. Í

Lesa meira

14
okt
2024

Ljóskurnar fögnuðu góðum árangri

Það var heldur betur glatt á hjalla síðastliðinn föstudag þegar hlaupahópurinn Ljóskurnar mættu í hús og færðu Ljósinu risastóra ávísun sem endurspeglar þeirra framlag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár. Ljóskurnar er magnaður hópur ungra kvenna sem kynntist í Ljósinu. Dugnaðurinn, jákvæðnin, samheldnin og slagkrafturinn hjá hópnum er áþreifanlegur og vekur sannarlega eftirtekt og er hreinlega smitandi. Ljóskurnar mættu allar ásamat

Lesa meira

10
okt
2024

Gleym mér ei tók á móti hlýrri gjöf frá Ljósinu

Vikulegi prjónahópurinn í Ljósinu hefur ekki setið auðum höndum frá síðasta góðgerðarverkefni. Að þessu sinni kom Berta Þórhalladóttir og tók glöð á móti litlum englaklæðum fyrir hönd Gleym mér ei, sem er styrktarfélag til stuðnings foreldra sem missa börn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi í Ljósinu og leiðbeinandi í hópnum segir verkefnið færa þjónustuþegum Ljóssins mikinn

Lesa meira

9
okt
2024

Færði Ljósinu styrk Oddfellow kvenna

Þóra, Rebekkustúka Oddfellow númer 9 veitti Ljósinu veglegan styrk í kjölfar þess að Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir hélt erindi. Jenný deildi þar sinni reynslusögu af endurhæfingunni í Ljósinu og þeim jákvæðu áhrifum sem starfið hafði á hennar líf, bæði samhliða meðferðum en einnig eftir að hún sneri aftur til vinnu. Í morgun leit Jenný við hjá okkur á Langholtsveginum og færði

Lesa meira