Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni. Sigrún Vikar, tók á móti styrknum fyrir hönd Ljóssins.
Kæru vinir, Okkur langar að minna á mikilvægi þess að mæta í bókuð viðtöl hjá fagaðilum. Ef það þarf að boða forföll biðlum við til ykkar að gera það með eins miklum fyrirvara og hægt er. Það er mikilvægt að taka stöðuna með fagaðilum reglulega og yfirfara endurhæfingarþarfir, skipuleggja áframhaldandi endurhæfingu útfrá stöðu dagsins í dag og þá er það
Stundum er bara nauðsynlegt að kíkja í kaffi, spjall og styrkingu. Í sumar bjóðum við þeim sem nýlega hafa greinst með krabbamein í stök fræðsluerindi á fimmtudögum milli 10:30-12:00. Fyrsti fyrirlestur sumarsins verður 13. júní en þá mun Louisa, iðjuþjálfi, fjalla um daglegar venjur og sumartíminn Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur fræðslun á vef Ljóssins með því
Þriðjudaginn 4.júní fara konur 46 ára og eldri í Grasagarðinn. Hittumst við aðalinnganginn kl.13:15, þar sem starfsmaður garðsins tekur á móti okkur og gefur okkur hálftíma leiðsögn. Á eftir fáum við okkur góðan kaffisopa í Kaffi Flóru. Stólum á sumarblíðu. Skráning í móttöku Ljóssins.
Það var kátt á hjalla í Ljósinu í dag þegar Dr. Patti Hill, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, heimsótti Ljósið ásamt fríðu föruneyti. Tilefni heimsóknarinnar var formleg afhending Lionsklúbbsins Njarðar á þremur glæsilegum göngubrettum sem Ljósið hefur fengið að gjöf frá klúbbnum. Samhliða heimsókninni afhenti Dr. Patti, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastýru Ljóssins, sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og framlag Ljóssins til íslensks samfélag. Við sendum
Fimmtudaginn 6. júní klukkan 17 hittast ljósberar 25 ára og yngri á Kaffi Laugalæk (Laugarnesvegi 74a) í spjall og kaffi. Markmið hópsins er að skapa vettvang þar sem mjög ungir ljósberar geta hist, spjallað og gert skemmtilega hluti saman á jafningjagrundvelli. Ekki er nauðsynlegt að vera í þjónustu hjá Ljósinu til að mæta, öll 25 ára og yngri sem eru
Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 12. júní. Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk
Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun. Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu
Á dögunum var Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins boðið að sækja Lionsklúbbinn Víðarr heim. Þar afhenti Þórarinn Árnason Ljósinu eina milljón króna í styrk. Við þökkum Lionsklúbbnum Víðarr innilega fyrir þetta veglega framlag og mun styrkurinn sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.
Spjall og styrking eru opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein og er vettvangur til að hitta aðra í sambærilegum aðstæðum og fá stutta fræðslu um margvísleg málefni og umræður um bjargráð. Tækifæri gefst fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Markmið námskeiðisins er að þau sem nýgreind