Gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir samveruna á árinu sem var að líða. Við vonum innilega að þið hafið átt notalegar stundir yfir hátíðarnar. Í dag, 2. janúar, hefur Ljósið opnað á ný og við hlökkum til að taka á móti ykkur! Nýja árið í Ljósinu verður stútfullt af spennandi fræðslu, námskeiðum og góðri hreyfingu. Hér getur þú skoðað
Vélhjólasamtökin Sober Riders MC standa árlega fyrir fiskisúpuveislu við Laugaveg á Þorláksmessu. Félagarnir í Sober Riders MC gefa fólki á Laugavegi súpu og bjóða því um leið að styrkja gott málefni. Þetta verður í 15. sinn sem félagið stendur fyrir söfnuninni en í ár var ákveðið að styrkja Ljósið. Við í Ljósinu erum hjartanlega þakklát fyrir þennan fallega stuðning og
Við fengum frábæra heimsókn fyrr í vikunni frá þeim Hörpu, Kristínu, Kareni, Bryndísi og Elísabetu, sem komu fyrir hönd Oddfellow Rebekkustúku nr. 12, Barböru. Stúkan er staðsett í Hafnarfirði og telur í dag 64 virkar systur. Á hverju ári heldur stúkan fjáröflunarkvöld þar sem ágóðinn rennur til góðra málefna og í ár var ákveðið að styrkja Ljósið. Sú ákvörðun var
Við fengum æðislega heimsókn í Ljósið í dag frá þeim Katrínu, Sigríði og Eyrúnu, sem komu fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 20, Halldóru. Stúkan er staðsett á Selfossi og samanstendur af 67 konum. Á hverju ári velja þær eitt málefni til að styrkja og í þetta sinn ákváðu þær að styrkja Ljósið. Bæði til að styðja Katrínu, sem hefur verið
Á laugardaginn síðasta var haldið glæsilegt jólauppboð í Góða hirðinum til styrktar Ljósinu. Tónlistarmaðurinn KK var uppboðshaldari og hélt uppi góðri stemmingu. Á uppboðinu voru alls 29 munir seldir og í heildina söfnuðust 897.200 kr., sem rennur óskipt til starfsins í Ljósinu. Við erum afar þakklát Góða hirðinum fyrir að standa að þessum fallega viðburði og fyrir stuðninginn!
Í morgun fengum við einstaklega ánægjulega heimsókn frá Jóni Ísakssyni Guðmann og Birni Jóhanni Björnsyni, sem komu fyrir hönd Oddfellow stúkunnar Þorkels Mána. Þeir tilkynntu okkur að á nýlegum stúkufundi hefði verið samþykkt einróma tillaga stjórnar og líknarsjóðsnefndar um að veita Ljósinu rausnarlegan styrk upp á tvær milljónir króna. Í fyrra færði stúkan Ljósinu eina milljón króna, og okkur þykir
Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí frá og með 23. desember fram yfir nýja árið. Lokað verður á Þorláksmessu og við opnum aftur á nýju ári föstudaginn 2. janúar. Við sendum ykkur kærleiksóskir um yndislega aðventu og minnum ykkur á að njóta en ekki þjóta. Við hvetjum ykkur að huga vel að heilsunni á þessum tímum, bæði líkamlegri og andlegri.
Kristinn Karlsson og Margrét Ýr Sigurjónsdóttir komu í heimsókn í Ljósið fyrir hönd Eikar fasteignafélags og færðu Ljósinu styrk upp á eina milljón króna. Eik fasteignafélag vildi með þessum hætti sýna þakklæti fyrir það starf sem unnið er í Ljósinu og þann stuðning sem samstarfsfélagar þeirra hafa notið á árinu. Kristinn hefur sjálfur reynslu af þjónustunni í Ljósinu og útskrifaðist
Viðskiptavinir ELKO völdu Ljósið sem styrktarmálefni sem þau vildu að hlyti styrk úr styrktarfsjóði ELKO Peningagjöfin er partur af loforðum og gildum ELKO að sýna loforð í verki að það sem skiptir viðskiptavini þeirra máli skipti ELKO máli. Ljósið þakkar kærlega fyrir styrkinn sem mun koma sér vel í starfseminni. Á myndinni eru þau Sófús Árni Hafsteinsson forstöðumaður viðskiptaþróunar, Óttar
Frábærar heimsóknir hafa borist til okkar í Ljósið síðustu daga. Við fengum heimsóknir frá Oddfellow st. nr. 27 Sæmundi fróða, Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella, og Alþjóða Samfrímúrarareglunni Le Droit Humain á Íslandi. Öll komu þau færandi hendi og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, tók á móti styrkjunum. Hjartanlegar þakkir til ykkar allra fyrir þessar fallegu gjafir. Við erum virkilega þakklát fyrir