Laugardaginn 24. febrúar standa vinir okkar hjá styrktar- og líknarfélaginu Bergmáli fyrir árlegri árshátíð sinni. Eins og margir vita veitir Bergmál ljósberum mikinn stuðning í margvíslegu formi og ber þar helst að nefna árlega orlofsviku þar sem þjónustuþegum Ljóssins stendur til boða að hvílast í heila viku að kostnaðarlausu í heilandi umhverfi Sólheima í Grímsnesi. Von er á góðum gestum
Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 10:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast
Nú er dagskráin í Ljósinu að hefjast að nýju eftir hátíðarnar og munu ungir karlmenn hittast í hádegismat þriðjudaginn 9. janúar klukkan 12:00. Eins og alltaf þá hvetjum við þá sem geta til að mæta í tíma í líkamlegri endurhæfingu klukkan 11:00 en þar æfir ungt fólk á aldrinum 16-45 ára saman undir leiðsögn þjálfara.
Heil og sæl kæru vinir, Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir þau liðnu. Við förum jákvæð og bjartsýn inn í nýja árið 2024 sannfærð um að það verði okkur öllum gjöfult og gleðiríkt. Nýja árið í Ljósinu verður stútfullt af spennandi fræðslu, námskeiðum og góðri hreyfingu. Hér getur þú skoðað stundaskrá Ljóssins fyrir janúar. Rafræn skráning er á hina ýmsu dagskráliði
Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Við fengum heimsókn frá Þórarni Gunnarssyni og Ólafi Th. Ólafssyni frá tólftu stúku Oddfellow samtakanna en hún gengur undir nafninu Skúli Fógeti. Oddfellowar hjá Skúla Fógeta stofnuðu sjóð í nafni félaga síns sem að lést úr krabbameini og var í þjónustu hjá Ljósinu. Við þökkum öllum félögum í Skúla Fógeta fyrir þeirra rausnarlega framlag.
Blakfélagið Álkur úr Þorlákshöfn hélt á dögunum árlegt jólamót í blaki. Mótið í ár var haldið til minningar um kæra vinkonu og blakfélaga, Sóleyju Vífilsdóttir sem lést úr baráttu við krabbamein í nóvember síðastliðnum. Hún nýtti sér þjónustu Ljóssins í sinni baráttu og þá helst landsbyggðardeildina. Því var ákveðið að allur ágóði mótsgjaldanna rynni óskiptur til Landsbyggðardeildar Ljóssins. Við þökkum
Fimmtudaginn 14. des ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólaleg þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit. Upp úr hádegi sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu,
Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir
Seiglurnar eru hópur vaskra kvenna sem sigla saman, en nýverið færði hópurinn Ljósinu veglegan styrk sem safnaðist á verklegu siglinganámskeiði fyrir konur í sumar. Þessu til viðbótar söfnuðu meðlimir Seiglanna persónulega upphæðum fyrir Ljósið. Það voru þær Sigríður Ólafsdóttir, skipstóri og forsprakki Seiglanna, og Svanhildur Sigurðardóttir, Seiglumeðlimur og þjónustuþegi í Ljósinu sem færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn. Sigríður, eða Sigga, þekkir