Í samstarfi við Dale Carnegie bjóðum við 14-17 ára ungmenni sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur, velkomin á tveggja skipta námskeið 1. og 8. október. Á námskeiðinu setjum við raunhæf markmið fyrir veturinn og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í
Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferdinands, markþjálfa, á fimmtudögum og föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í
Námskeiðið Að greinast í annað sinn hefst mánudaginn 14. september. Um er að ræða 6 skipta námskeið sem er í senn jafningjastuðningur og fræðsla fyrir þau sem eru að greinast í annað sinn. Markmið námskeiðsins er að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. við að öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu
Með breyttum sóttvarnarreglum uppfærum við fyrirkomulagið í húsakynnum Ljóssins. Samkvæmt Embætti landlæknis þurfa þau sem verja meira en 15 mínútum innan 1 metra fjarlægðarmarka að bera grímu. Því munu heilsunuddarar og snyrtifræðingur áfram bera grímu, sem og aðrir fagaðilar í rýmum sem bjóða ekki upp á næga fjarlægð. Í líkamsrækt Ljóssins verða grímur valmöguleiki í upphitun en í öðrum æfingum
Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 karlmenn þátt og var stemningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á
En sú gleði! Í síðustu viku lauk áheitasöfnun á vegum Ekki-Reykjavíkurmaraþonsins eins og við í Ljósinu köllum viðburðinn í ár. Þrátt fyrir að maraþonið hafi ekki farið fram í ár fór stór hópur af hlaupagörpum um víðan völl og safnaði áheitum hjá sínu fólki fyrir Ljósið. Niðurstaða söfnunarinnar var tilkynnt í gær og fengum við þær gleðifréttir að heilar 6,3
Í dag, föstudaginn 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni, með undirritun samnings samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. Þau sem greinast með krabbamein og eru búsett á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og
Fjölskylda og vinir Hrafnhildar Garðarsdóttur fjölmenntu í Hafnarfjörð síðastliðinn laugardag og gengu saman skemmtilega leið um Ástjörn í tveimur hópum. Fyrri hópurinn gekk lengri leið með Jónatani Garðarsyni sem leiðsagði af stakrí prýði en hann býr yfir mikilli þekkingu á þessu svæði. Seinni hópurinn gekk göngustíg hringinn í kringum Ástjörnina – þessi leið er mjög skemmtileg mikil nátturúfegurð og mikið
Fimmtudaginn 3. september klukkan 15:00 stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Mótið er opið öllum, sama hvaða færni þeir búa yfir í íþróttinni, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum. Mótið er ókeypis og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Áður en haldið verður út á
Haustdagskrá Ljóssins 2020 er nú að taka á sig mynd. Sökum fjöldatakmarkana breytum við fyrirkomulagi í æfingasal inn í haustið. Frá og með 3. september bjóðum við upp á 20 tíma í tækjasal yfir vikuna. Líkt og verið hefur þurfa allir að bóka sig í tíma og getur hver einstaklingur bókað tvo tíma í viku. Allir aldursskiptir tímar hverfa því