Miðvikudaginn 18.júní kl: 13.00 í Ljósinu Vilborg Jónsdóttir frá STOÐ verður með kynningu á gervibrjóstum, með og án líms.Einnig á nýju sumarlínunni á brjóstahöldurum og bolum frá Amoena. Við bjóðum upp á 20 % afslátt af sumarlínunni og verðum með posa á staðnum Bjóðum upp á kaffi konfekt
Við vekjum athylgi á þessari flottu bók. "Þegar foreldri fær krabbamein" er til sölu hjá Krafti "félag ungra krabbameinsgreindra". Barnabókin "Begga og áhyggjubollinn" fylgir með bókinni. Bók sem lengi hefur verið þörf fyrir en er nú loksins fáanleg. Í bókinni Þegar foreldri fær krabbamein er fjallað á hreinskilinn og nærfærinn hátt um það krefjandi verkefni að ala upp börn og
Siggi okkar Hallvarðsson var á dögunum kosinn Hvunndagshetja Fréttablaðisins 2014. Við erum svo einstaklega stolt og þakklát honum Sigga, fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ljósið og bara fyrir að vera hann sjálfur þegar hann kemur askvaðandi inn um dyrnar í Ljósinu og gleður alla með nærveru sinni. Hann á þessa nafnbót svo sannarlega skilið. Hér getur
Ljósið fékk á dögunum heimsókn frá Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi og komu þeir færandi hendi. Klúbburinn gaf þrekhjól af fullkomnustu gerð. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Kiwanisklúbburinn Hekla styrktu Ljósið einnig með glæsilegum peningagjöfum og var flott göngubretti keypt fyrir þær gjafir. Þessar gjafir verða til þess að nú er hægt að taka öll þrekpróf í Ljósinu Við erum innilega þakklát fyrir
Hvernig getum við verið skaparar að lífi okkar og upplifunum? Þriðjudagar kl. 13:00-15:00 20 – 27 maí og 3. júní – 3. skipti. Umsjón: Gegga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún starfar nú á geðsviði LSH, og er með B.A. próf í myndlist og er frumkvöðull og hugmyndasmiður Smilers. “Þú” sem “smiler” Hugmyndafræði smilers útskýrir hvernig þú getur skapað þér meiri
Aðalfundur Ljóssins 2014 Aðalfundur Ljóssins verður haldinn 6. maí nk. kl. 16:30 að Langholtsvegi 43, 104 Rvk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Með kveðju Stjórn Ljóssins
Fræðandi fyrirlestur um margt sem viðkemur krabbameinsrannsóknum, lífsstíl og áhrif á lífsgæði. Mánudaginn 14. apríl kl: 13.30 í Ljósinu Helgi Sigurðsson er prófessor í krabbameinslækningum,yfirlæknir á lyflækningasviði krabbameina og situr jafnframt í stjórn Ljóssins. Allir velkomnir
Þar sem annar aðilinn (báðir) hefur greinst með krabbamein. Það getur haft mikil áhrif á parsambönd þegar annar einstaklingurinn greinist með krabbamein. Á þessu námskeiði fá pör tækifæri til að ræða og fræðast um áhrif veikinda á parsambönd og læra hvernig hægt er að vinna með þessi áhrif þannig að þau skapi ekki fjarlægð heldur nánd og vöxt. Stjórnandi: Kristín
Breytingar á hópum, hentar báðum kynjum og öllum aldri Gönguhópar Nú ætlum við að hafa bæði hægari göngu og röskari göngu á sama tíma eða kl. 11:05 á þriðjudögum og fimmtudögum. Guðrún Ýr stjórnar röskari göngunni en Sigrún Vikar og Björk þeirri hægari. Verið dugleg að mæta…gott að fá súrefnið í kroppinn. Fínt að byrja á því að fara