lions_fjorgyn.jpg

Ljósið fékk á dögunum heimsókn frá Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi og komu þeir færandi hendi. Klúbburinn gaf þrekhjól af fullkomnustu gerð. 

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Kiwanisklúbburinn Hekla styrktu Ljósið  einnig með glæsilegum peningagjöfum og var flott göngubretti keypt fyrir þær gjafir. Þessar gjafir verða til þess að nú er hægt að taka öll þrekpróf í Ljósinu

Við erum innilega þakklát fyrir þessar veglegu gjafir sem eiga eftir að nýtast ljósberunum okkar svo vel.

 

gjof_2014.jpg 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.