Kæru vinir,
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram um liðna helgi og erum við afskaplega þakklát öllum þeim sem hlupu fyrir Ljósið, styrktu Ljósið og þá sem komu á peppstöðina okkar til að hvetja hlauparana áfram.
Það var sannarlega ánægjulegt að njóta þessarara hlaupahátíðar með ykkur öllum eftir Covid pásu.
Alls hlupu 191 einstaklingur fyrir Ljósið og söfnuðu 12 milljónum!!
Sumir hlupu stutt en aðrir langt, sumir voru í krabbameinsmeðferð og aðrir að styðja við starf sem hefur haft jákvæð áhrif á ástvini, sumir söfnuðu miklu og aðrir minna – Allir gerðu þetta þó í nafni þess að byggja upp endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Upphæðinni verður varið í að byggja upp enn gróskumeiri endurhæfingu til framtíðar. Á næstu árum standa vonir til að við getum komið endurhæfingunni okkar í enn stærra húsnæði, en eins og þið kannski munið þá tókt okkur 2019 að kaupa nýtt hús á lóð okkar á Langholtsveginn fyrir maraþonupphæðina það árið! Já, maraþonið og þið öll skiptið sko sannarlega máli!
Hjartans þakkir til ykkar,
Starfsfólk Ljóssins
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.