Með breyttum sóttvarnarreglum uppfærum við fyrirkomulagið í húsakynnum Ljóssins.
Samkvæmt Embætti landlæknis þurfa þau sem verja meira en 15 mínútum innan 1 metra fjarlægðarmarka að bera grímu. Því munu heilsunuddarar og snyrtifræðingur áfram bera grímu, sem og aðrir fagaðilar í rýmum sem bjóða ekki upp á næga fjarlægð.
Í líkamsrækt Ljóssins verða grímur valmöguleiki í upphitun en í öðrum æfingum eru ljósberar áfram beðnir um að bera grímu.
Í móttöku Ljóssins biðjum við einstaklinga áfram um að bera grímu.
Í öðrum rýmum verða grímur valmöguleiki. Starfsfólk Ljóssins virðir að sjálfsögðu óskir þjónustuþega um að bera grímu ef svo ber undir.
Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum sem við vitum að skipta höfuðmáli. Við minnum því alla á að þvo hendur eða spritta þegar komið er í hús og einnig að spritta áður en farið er í kaffivélina.
Gerum þetta saman!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.