Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla sem sem tengjast þeim sem greinast og oft á tíðum er sagt að krabbamein sé fjölskyldusjúkdómur. Við hvetjum ykkur og aðstandendur ykkar til að skoða þau námskeið sem við bjóðum upp á í Ljósinu fyrir aðstandendur, en þau hafa reynst afar vel.
Í janúar hefjast tvö námskeið fyrir aðstandendur:
- Aðstandendanámskeið fyrir fullorðna í streymi, sem hefst 14. janúar
- Aðstandendanámskeið fyrir fullorðna í húsnæði Ljóssins, sem hefst 28. janúar
Námskeiðin eru hugsuð fyrir alla aðstandendur sem eru að styðja ástvin sinn í gegnum krabbameinsgreiningu og meðferð, sama hvar í ferlinu ástvinur þeirra er staddur. Það skiptir máli fyrir aðstandendur að huga vel að eigin heilsu, andlega og líkamlega.
Það hefur verið reynsla aðstandenda sem hafa þegið stuðning frá jafningjum í Ljósinu að það hafi hjálpað að spegla sig í öðrum, með því að tala eða hlusta eða blanda beggja. Skilningur á eigin líðan og aðstæðum minnkar ótta sem og að ræða það upphátt sem liggur á hjarta.
Hægt er að skoða öll námskeið fyrir aðstandendur hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






