Gefðu jólagjöf í starf Ljóssins

Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins.

Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir jólatréð, með jólapakkanum eða í umslagið.

„Styrkur í starf Ljóssins í jólapakkann hefur orðið vinsælli með árunum og því bjóðum við enn og aftur upp á þennan valmöguleika á vefnum okkar.  Það er gott að geta gefið þýðingarmikla gjöf en framlagið er frjálst og upphæðin kemur ekki fram á bréfinu sem er sent,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Ljóssins.

Smelltu til að kaupa gjöf í starf Ljóssins fyrir þitt fólk

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.