Þakkir fyrir góða gjöf

Þann 8. apríl 2022 lést Hafþór Haraldsson úr krabbameini en hann hafði verið þjónustuþegi Ljóssins. Við í Ljósinu þekktum hann áður í gegnum líknarfélagið Bergmál en mikil og góð samvinna hefur verið á milli Ljóssins og Bergmáls í fjölda mörg ár.

Bræður Hafþórs Gunnar, Dagþór og Birgir segja svo: Bróðir okkar þótti vænt um Ljósið og starfsmenn þess og vildi skilja við sitt lífsstarf með að hluti af hans eignum færi til ykkar“. Því ánafnaði hann Ljósinu 10 milljónir kr í arf sem var greiddur út í lok árs 2022.

Við þökkum innilega fyrir svo rausnarlega gjöf og minnumst elsku Hafþórs með hlýhug.

Blessuð sé minning hans

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.