Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir að vera Ljósavinur

Kæru Ljósavinir,

Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan.

Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi sáum við okkur fært að umbreyta þjónustu okkar í gegnum heimsfaraldurinn, stíga í áttina að stafrænni endurhæfingu og höldum áfram veginn í þá átti

Við höfum vaxið hratt og farið í gegnum ótal breytingar síðastliðin 17 ár en með gleði og grósku að leiðarljósi stefnum við enn lengra.

Stuðningur þjóðarinnar er starfinu ómetanlegur!

Í vikunni sendum við út eingreiðslur í heimabanka árlegra Ljósavina að upphæð 4500 krónur.

Takk enn og aftur fyrir að vera Ljósavinur og taka þannig þátt í að veita krabbameinsgreindum Íslendingum faglega endurhæfingu og stuðning.

Ef þú ert ekki Ljósavinur en vilt taka þátt í að byggja upp endurhæfingu krabbameinsgreindra á Íslandi smelltu þá hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.