Spjall og styrking: Breyting á dagsetningum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna gerum við breytingar á dagsetningum í Spjalli og styrkingu. Streita og bjargráð færist til 17. ágúst en í staðinn færum við umfjöllun um fjölskyldu og samskipti fram til mánudagsins 10. ágúst.

Nýjar dagsetningar eru því:

10. ágúst: Fjölskyldan og samskipti
Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla fjölskylduna og allir fjölskyldumeðlimir verða að aðlagast breyttum aðstæðum og hlutverkum. Helga Jóna iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur segir frá samskiptum innan fjölskyldna í þessum tíma, ræðir opnar og lokaðar fjölskyldur og hjálplega þætti í aðlögunarferlinu.

17. ágúst: Streita og bjargráð
Streita verður þegar áreitið er ekki í samræmi við getu einstaklingsins til að ráða við það. Þessi áreiti geta verið meðvituð eða ómeðvituð og streituvaldarnir hvort sem er ytir atburðir eða innri þættir einstaklinga. Í þessum tíma ræðir Rúna iðjuþjálfi um streitu og hvernig er hægt að taka á henni þannig að hún valdi ekki andlegum-, líkamlegum- eða félagslegum skaða.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.