Fræðslufundir fyrir karlmenn

karlmenn_270809.jpg  

Fundirnir verða einu sinni í viku  á miðvikudögum kl. 17:30 í 8 vikur, og hefjast 16 sept. Fræðslufundirnir hafa verið á dagskrá einu sinni áður og gáfust vel.

Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu,  og hafi gagn og  gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum.

Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstklingar ganga í gegnum við það að veikjast.  Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið . Fundarstjóri er eins og á fyrra námskeiðinu, Matti Ósvald heilsufræðingur.  Þeir fagaðilar sem hafa verið áður verða með nýja fyrirlestra eða nýjar áherslur.  Einnig eru nýjir fyrirlesarar. Þeir sem verða með framsögu eru:Helgi Sigurðsson, krabbameinssérfræðingur og prófessor, Högni Óskarsson geðlæknir og markþjálfi, Daníel Reynisson formaður Krafts (félag ungra krabbameinsgreindra), Stefán Hafþór Stefánsson sjúkraþjálfari og Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari og jógakennari. Þá verður slegið á létta strengi og eldað með Ingvari  á Salatbarnum.

Kaffi og létt meðlæti.

8 vikna fræðslunámskeið kostar kr. 5000,-.  (Ljósið reynir að halda öllum kostnaði á Ljósbera í lágmarki, og ef einhver á erfitt með að greiða gjaldið vegna persónulegra aðstæðna þá tökum við tillit til þess).

Samhliða fræðslufundunum gefst þér kostur á að skrá sig á 8 vikna jóganámskeið fyrir karlmenn. Það hefst mánudaginn 21 sept kl. 17:30 ef næg þátttaka fæst.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.