Ert þú á aldrinum 16-45 ára og hefur nýlega greinst með krabbamein eða þekkir einhvern á þessum aldri sem hefur nýlega greinst með krabbamein?
- Ljósið býður upp á sérsniðna endurhæfingu fyrir ungt fólk.
- Við bjóðum reglulega upp á námskeið fyrir ungt krabbameinsgreint fólk. Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi þætti sem krabbameinsgreining hefur áhrif á daglegt lífi.
- Viðtöl við ýmsa fagaðila fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
- Jafningjastuðningur. Unga fólkið hittist reglulega í hádegismat bæði hér í Ljósinu og út í bæ. Hádegismaturinn er kjörið tækifæri til að kynnast öðrum í svipuðum sporum
- Einnig bjóðum við upp á ýmiskonar handverk
Það er mikilvægt að fá stuðning sem allra fyrst.
Fagfólk Ljóssins er við símann milli 10:00-16:00 á virkum dögum en milli 8:00-14:00 á föstudögum, ekki hika við að hafa samband.
Kolbrún Halla Guðjónsdóttir
Sími: 620-4740
Netfang: kolbrunhalla@ljosid.isKolbrún er útskrifaður iðjuþjálfi. Hún hefur sjálf reynslu af því að greinast ung með krabbamein og hvaða áhrif það hefur á daglegt líf, hlutverk og venjur.